Fráfarandi þjálfari Grindavíkur: Rétt skal vera rétt, ég var rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2016 16:40 Björn Steinar lék lengi með karlaliði Grindavíkur. vísir/stefán Eins og frá var greint á Vísi í fyrradag er Björn Steinar Brynjólfsson hættur sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var greint frá því að Björn Steinar hefði hætt að eigin frumkvæði vegna slaks gengi liðsins. Nú fyrir skömmu birti Björn Steinar langan pistil á Facebook þar hann segir að það sé rangt að hann hafi sagt upp störfum. Hann hafi verið rekinn en gert þau mistök að sættast á ofangreinda yfirlýsingu. „Rétt eftir að leik lauk gegn Stjörnunni í Ásgarði var ég kallaður til fundar og mér tjáð að minna krafta væri ekki lengur óskað sem þjálfara liðsins. Í hálfgerðu áfalli vegna fréttanna, sem komu mér mjög á óvart, gerði ég þau mistök að sættast á yfirlýsingu þar sem uppgefin ástæða var að ég hefði sagt upp störfum sjálfviljugur,“ skrifar Björn Steinar. „Í stuttu máli finnst mér ekki hafa verið stutt við bakið á mér í mínu starfi og finnst ég að minnsta kosti skulda sjálfum mér að standa með mér sem persónu og þjálfara. Ég vil einnig biðjast afsökunar á að hafa ekki verið hreinskilinn í upphafi og sagt satt frá. Rétt skal vera rétt, ég var rekinn.“Grindavík hefur aðeins unnið tvo af sjö deildarleikjum sínum það sem af er tímabils.vísir/stefánBjörn Steinar segir ennfremur að uppgefin ástæða brottrekstursins hafi verið umkvörtun leikmanns Grindavíkurliðsins. Hann hafi hins vegar ekki orðið var við óánægju innan leikmannahópsins. „Uppgefin ástæða brottrekstrar er alkunn, svo alkunn að einhverjir myndu kalla hana klisju. Leikmaður virðist hafa borið fram kvörtun og niðurstaðan sú að þjálfarinn hafi „misst klefann“. Ein af ástæðum upphaflegrar yfirlýsingar var einhvers konar skömm yfir því að sú kvörtun hafi komið fram en stundum hugsar maður skýrar þegar maður nær stjórn á tilfinningunum. Ég hef í starfi mínu reynt að halda uppi hreinskilnum og opnum samskiptum við mína leikmenn, meðal annars á einstaklingsfundum, þar sem ég gat ekki skynjað þá óánægju sem talað er nú um. Þess utan hefur stjórn á engum tímapunkti gefið í skyn við mig að vandamál af því tagi sé til staða,“ skrifar Björn Steinar.Í gær var gekk Grindavík frá samningi við Bjarna Magnússon um að stýra liðinu út tímabilið.Bjarni er tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á undanförnum fimm árum. Björn Steinar segir ástæðu til að kanna hvað veldur þessum tíðu þjálfaraskiptum í Grindavík. „Vil þó að endingu óska félaginu mínu þess að einhvers konar sjálfskoðun fari fram á því hvernig haldið er um hlutina og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar í kringum þetta frábæra kvennalið. Að meistaraflokkslið kvenna í Grindavík sé nú að hefja samstarf við sinn tíunda þjálfara á einhverjum 5 árum hlýtur að vera umhugsunarefni og ástæða til kanna hvað veldur,“ skrifar Björn Steinar en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Jón Gauti Dagbjartsson, framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16 Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20 Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08 Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Sjá meira
Eins og frá var greint á Vísi í fyrradag er Björn Steinar Brynjólfsson hættur sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var greint frá því að Björn Steinar hefði hætt að eigin frumkvæði vegna slaks gengi liðsins. Nú fyrir skömmu birti Björn Steinar langan pistil á Facebook þar hann segir að það sé rangt að hann hafi sagt upp störfum. Hann hafi verið rekinn en gert þau mistök að sættast á ofangreinda yfirlýsingu. „Rétt eftir að leik lauk gegn Stjörnunni í Ásgarði var ég kallaður til fundar og mér tjáð að minna krafta væri ekki lengur óskað sem þjálfara liðsins. Í hálfgerðu áfalli vegna fréttanna, sem komu mér mjög á óvart, gerði ég þau mistök að sættast á yfirlýsingu þar sem uppgefin ástæða var að ég hefði sagt upp störfum sjálfviljugur,“ skrifar Björn Steinar. „Í stuttu máli finnst mér ekki hafa verið stutt við bakið á mér í mínu starfi og finnst ég að minnsta kosti skulda sjálfum mér að standa með mér sem persónu og þjálfara. Ég vil einnig biðjast afsökunar á að hafa ekki verið hreinskilinn í upphafi og sagt satt frá. Rétt skal vera rétt, ég var rekinn.“Grindavík hefur aðeins unnið tvo af sjö deildarleikjum sínum það sem af er tímabils.vísir/stefánBjörn Steinar segir ennfremur að uppgefin ástæða brottrekstursins hafi verið umkvörtun leikmanns Grindavíkurliðsins. Hann hafi hins vegar ekki orðið var við óánægju innan leikmannahópsins. „Uppgefin ástæða brottrekstrar er alkunn, svo alkunn að einhverjir myndu kalla hana klisju. Leikmaður virðist hafa borið fram kvörtun og niðurstaðan sú að þjálfarinn hafi „misst klefann“. Ein af ástæðum upphaflegrar yfirlýsingar var einhvers konar skömm yfir því að sú kvörtun hafi komið fram en stundum hugsar maður skýrar þegar maður nær stjórn á tilfinningunum. Ég hef í starfi mínu reynt að halda uppi hreinskilnum og opnum samskiptum við mína leikmenn, meðal annars á einstaklingsfundum, þar sem ég gat ekki skynjað þá óánægju sem talað er nú um. Þess utan hefur stjórn á engum tímapunkti gefið í skyn við mig að vandamál af því tagi sé til staða,“ skrifar Björn Steinar.Í gær var gekk Grindavík frá samningi við Bjarna Magnússon um að stýra liðinu út tímabilið.Bjarni er tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á undanförnum fimm árum. Björn Steinar segir ástæðu til að kanna hvað veldur þessum tíðu þjálfaraskiptum í Grindavík. „Vil þó að endingu óska félaginu mínu þess að einhvers konar sjálfskoðun fari fram á því hvernig haldið er um hlutina og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar í kringum þetta frábæra kvennalið. Að meistaraflokkslið kvenna í Grindavík sé nú að hefja samstarf við sinn tíunda þjálfara á einhverjum 5 árum hlýtur að vera umhugsunarefni og ástæða til kanna hvað veldur,“ skrifar Björn Steinar en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Jón Gauti Dagbjartsson, framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16 Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20 Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08 Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Sjá meira
Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16
Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20
Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08
Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30