Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 14:23 Benedikt Jóhannesson og Katrín Jakobsdóttir. vísir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að sú hugmynd hafi verið rædd á fundi Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna á fundi flokkanna á miðvikudag að Benedikt myndi verða forsætisráðherra í fjögurra flokka ríkisstjórn þessara flokka og Sjálfstæðisflokksins. Benedikt kannaðist hins vegar ekkert við umræður um slíkt í samtali við Vísi í morgun og þá sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að pælingar á þessum fundi hefðu ekki verið svo djúpar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. „Það er ekkert launungarmál að Benedikt hefur lýst því yfir opinberlega að hann vilji leiða þessar viðræður,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Aðspurð hvort að þessi hugmynd hafi verið rædd á fundinum, að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn, segist Katrín ekki vilja fara út í það hvað rætt var á fundinum þar sem hann hafi verið óformlegur. Í þessu samhengi liggur beinast við að spyrja hvað Katrínu þykir um ummæli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að það væri ljóst í viðræðum við Vinstri græna að þar bæri langmest á milli. „En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ sagði Bjarni í gær en aðspurð um hvort hún sé sammála formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi þetta segist Katrín ekkert vilja tjá sig um það. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að sú hugmynd hafi verið rædd á fundi Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna á fundi flokkanna á miðvikudag að Benedikt myndi verða forsætisráðherra í fjögurra flokka ríkisstjórn þessara flokka og Sjálfstæðisflokksins. Benedikt kannaðist hins vegar ekkert við umræður um slíkt í samtali við Vísi í morgun og þá sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að pælingar á þessum fundi hefðu ekki verið svo djúpar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. „Það er ekkert launungarmál að Benedikt hefur lýst því yfir opinberlega að hann vilji leiða þessar viðræður,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Aðspurð hvort að þessi hugmynd hafi verið rædd á fundinum, að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn, segist Katrín ekki vilja fara út í það hvað rætt var á fundinum þar sem hann hafi verið óformlegur. Í þessu samhengi liggur beinast við að spyrja hvað Katrínu þykir um ummæli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að það væri ljóst í viðræðum við Vinstri græna að þar bæri langmest á milli. „En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ sagði Bjarni í gær en aðspurð um hvort hún sé sammála formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi þetta segist Katrín ekkert vilja tjá sig um það.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44
Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13