Fréttaöflun á samfélagsmiðlum getur skekkt raunveruleikaskyn kjósenda Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 16:11 Notkun samfélagsmiðla hefur aukist í upplýsingaöflun um pólitísk málefni. Vísir/GettyImages Sífellt fleira fólk er farið að leita til samfélagsmiðla til að fá helstu fréttir og upplýsingar í dag. Nýlegar rannsóknir Pew Research Center sýna fram á þetta en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að slíkir miðlar geta verið óáreiðanlegir. Upplýsingaöflun í gegnum miðla sem byggjast á að notendur séu bæði neytendur og framleiðendur efnis, með öðrum orðum þegar hver sem er getur orðið fréttamaður á eigin upplýsingaveitu getur það haft áhrif á hvaða mynd er dregin upp af atburðum og yfirlýsingum. Í aðdraganda forsetakosninganna í bandaríkjunum er áhugavert að líta á hlutverk samfélagsmiðla í pólitískri umræðu.Pew Research Center gerði nýlega rannsókn á notkun einstaklinga á samfélagsmiðlum og sýnir hún að um 62 prósent Bandaríkjamanna nýtirsér samfélagsmiðla í fréttaöflun sinni. Facebook fer þar fremst í flokki samfélagsmiðla yfir nýja fréttaveitu almúgans. Aðrir miðlar sem fylgja eftir vinsældum Facebook eru til að mynda Twitter, Reddit og Youtube. Notkun samfélagsmiðla eykst með hverjum deginum og ný tækni hefur mikil áhrif á bæði samskipti fólks og hvernig það aflar sér upplýsinga. Það verður þó að setja stórt spurningarmerki við hversu traustvekjandi sé að afla sér upplýsinga af samfélagsmiðlum sé þar sem mörkin milli neytenda og framleiðanda eru mjög óljós.Y-kynslóðin nýtir sér samfélagsmiðla í mun meiri mæli en aðrar kynslóðir.Vísir/GettyImagesKynslóðamunur neytenda Miðstöðin gerði einnig rannsókn byggða á fréttum um komandi forsetakosningarnar 2016 og þar kom í ljós að stór hluti hinnar svokölluðu Y-kynslóðar ( þeirra sem eru á aldrinum 18 -29 ára) nefna samfélagsmiðla sem sína helstu fréttaveitu í aðdraganda kosninganna, eða um 35 prósent. Mikil aukning hefur orðið meðal ungra neytenda í að nýta sér samfélagsmiðla sem fréttaveitu á pólitískum málefnum. Þegar rýnt var í mismuninn milli kynslóða kom það bersýnilega í ljós að 61 prósent Y-kynslóðarinnar nýtir sér samfélagsmiðla til að fá fréttir um ríkisstjórnina og pólitík en sama kynslóð er lítið að horfa á fréttir í sjónvarpi eða einungis 37 prósenta þeirra sem tóku þátt í rannsókninni . Ef þessar tölur eru settar í samanburð við niðurstöður uppgangskynslóðinnar þá er einungis 39 prósent í þeirra hópi að treysta á samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að mikill munur er á yngri og eldri kynslóðum í frétta – og upplýsingaöflun sem gæti mögulega haft mikil áhrif í framtíðinni. Spurningin sem vaknar út frá þessu er hvort að traust notenda á samfélagsmiðlum hafi langtíma áhrif á pólitískt kerfi. Áhrif samfélagsmiðla eru af allt öðrum toga en hinna klassísku fréttaveitna, þar sem samfélagsmiðlar skapa hverjum notanda ákveðinn ramma sem er skapaður af þeim vinum sem hver notandi er með í sínu neti, samspil þess og algóritma sem samfélagsmiðlar nýta sér geta oft brenglað raunveruleikaskyn. Samfélagsmiðlar geta þannig mótað og ýtt hverjum notenda í ákveðna átt og að ákveðnum fréttum. Með öðrum orðum, upplýsingarnar sem samfélagsmiðlar sýna manni geta orðið einsleitar skoðanir sem sýna ekki allar hliðar mála. samfélagsmiðlar eru ekki óháðirVísir/AFPHlutleysi samfélagsmiðla skeikult Það sem gleymist oft í umræðunni um samfélagsmiðla, er að á bak við þá standa stórfyrirtæki eins og á bak við aðrar stórar fréttamiðlasamsteypur. Nýlega hefur verið bent á það að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, gæti haft áhrif á úrslit kosninganna í Bandaríkjunum með valdi sínu á Facebook. The Daily Dot fjallaði um málið fyrr á árinu og nefndi í því samhengi að Zuckerberg hefði auðvitað vissra hagsmuna að gæta í ýmsum málum sem snúa að rekstri stórfyrirtækis og því ekki endilega hlutlaus. Samfélagsmiðillinn Facebook hefur visst vald yfir miðlinum og þar af leiðandi notendum sínum en Facebook getur blokkað eða eytt út efni að vild og án þess að þurfa að svara fyrir það á nokkurn máta. Þannig eru samfélagsmiðlar ekki eins hlutlausir miðlar og halda mætti í fyrstu. Forsetakosningarnar vestanhafs sem munu fara munu fram 8. nóvember næstkomandi hafa verið í miklum brennidepli síðustu daga og verða samfélagsmiðlar því óhjákvæmilega oft fullir af upplýsingum um nýjustu fréttir af frambjóðendunum tveimur, Hillary Clinton og Donald Trump. Öflin á bakvið báða frambjóðendur hafa verið með puttann á púlsinum í nýjustu tækninni og nýta þau sér óspart samfélagsmiðla til að kynna málefni sín, eða til að koma höggi á andstæðing sinn en hörð orð milli frambjóðandanna hefur einkennt kosningabaráttuna undanfarna daga. Ummæli þeirra á samfélagsmiðlum spila þar stórt hlutverk sem vopn frambjóðandanna gagnvart öðrum og einnig til að ná til víðari hóps. Bæði Clinton og Trump eiga aðgang að helstu samfélagsmiðlunum, svo sem Twitter, Facebook og Instagram, þar sem milljónir manna eru að fylgja þeim. Donald Trump Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Sífellt fleira fólk er farið að leita til samfélagsmiðla til að fá helstu fréttir og upplýsingar í dag. Nýlegar rannsóknir Pew Research Center sýna fram á þetta en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að slíkir miðlar geta verið óáreiðanlegir. Upplýsingaöflun í gegnum miðla sem byggjast á að notendur séu bæði neytendur og framleiðendur efnis, með öðrum orðum þegar hver sem er getur orðið fréttamaður á eigin upplýsingaveitu getur það haft áhrif á hvaða mynd er dregin upp af atburðum og yfirlýsingum. Í aðdraganda forsetakosninganna í bandaríkjunum er áhugavert að líta á hlutverk samfélagsmiðla í pólitískri umræðu.Pew Research Center gerði nýlega rannsókn á notkun einstaklinga á samfélagsmiðlum og sýnir hún að um 62 prósent Bandaríkjamanna nýtirsér samfélagsmiðla í fréttaöflun sinni. Facebook fer þar fremst í flokki samfélagsmiðla yfir nýja fréttaveitu almúgans. Aðrir miðlar sem fylgja eftir vinsældum Facebook eru til að mynda Twitter, Reddit og Youtube. Notkun samfélagsmiðla eykst með hverjum deginum og ný tækni hefur mikil áhrif á bæði samskipti fólks og hvernig það aflar sér upplýsinga. Það verður þó að setja stórt spurningarmerki við hversu traustvekjandi sé að afla sér upplýsinga af samfélagsmiðlum sé þar sem mörkin milli neytenda og framleiðanda eru mjög óljós.Y-kynslóðin nýtir sér samfélagsmiðla í mun meiri mæli en aðrar kynslóðir.Vísir/GettyImagesKynslóðamunur neytenda Miðstöðin gerði einnig rannsókn byggða á fréttum um komandi forsetakosningarnar 2016 og þar kom í ljós að stór hluti hinnar svokölluðu Y-kynslóðar ( þeirra sem eru á aldrinum 18 -29 ára) nefna samfélagsmiðla sem sína helstu fréttaveitu í aðdraganda kosninganna, eða um 35 prósent. Mikil aukning hefur orðið meðal ungra neytenda í að nýta sér samfélagsmiðla sem fréttaveitu á pólitískum málefnum. Þegar rýnt var í mismuninn milli kynslóða kom það bersýnilega í ljós að 61 prósent Y-kynslóðarinnar nýtir sér samfélagsmiðla til að fá fréttir um ríkisstjórnina og pólitík en sama kynslóð er lítið að horfa á fréttir í sjónvarpi eða einungis 37 prósenta þeirra sem tóku þátt í rannsókninni . Ef þessar tölur eru settar í samanburð við niðurstöður uppgangskynslóðinnar þá er einungis 39 prósent í þeirra hópi að treysta á samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að mikill munur er á yngri og eldri kynslóðum í frétta – og upplýsingaöflun sem gæti mögulega haft mikil áhrif í framtíðinni. Spurningin sem vaknar út frá þessu er hvort að traust notenda á samfélagsmiðlum hafi langtíma áhrif á pólitískt kerfi. Áhrif samfélagsmiðla eru af allt öðrum toga en hinna klassísku fréttaveitna, þar sem samfélagsmiðlar skapa hverjum notanda ákveðinn ramma sem er skapaður af þeim vinum sem hver notandi er með í sínu neti, samspil þess og algóritma sem samfélagsmiðlar nýta sér geta oft brenglað raunveruleikaskyn. Samfélagsmiðlar geta þannig mótað og ýtt hverjum notenda í ákveðna átt og að ákveðnum fréttum. Með öðrum orðum, upplýsingarnar sem samfélagsmiðlar sýna manni geta orðið einsleitar skoðanir sem sýna ekki allar hliðar mála. samfélagsmiðlar eru ekki óháðirVísir/AFPHlutleysi samfélagsmiðla skeikult Það sem gleymist oft í umræðunni um samfélagsmiðla, er að á bak við þá standa stórfyrirtæki eins og á bak við aðrar stórar fréttamiðlasamsteypur. Nýlega hefur verið bent á það að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, gæti haft áhrif á úrslit kosninganna í Bandaríkjunum með valdi sínu á Facebook. The Daily Dot fjallaði um málið fyrr á árinu og nefndi í því samhengi að Zuckerberg hefði auðvitað vissra hagsmuna að gæta í ýmsum málum sem snúa að rekstri stórfyrirtækis og því ekki endilega hlutlaus. Samfélagsmiðillinn Facebook hefur visst vald yfir miðlinum og þar af leiðandi notendum sínum en Facebook getur blokkað eða eytt út efni að vild og án þess að þurfa að svara fyrir það á nokkurn máta. Þannig eru samfélagsmiðlar ekki eins hlutlausir miðlar og halda mætti í fyrstu. Forsetakosningarnar vestanhafs sem munu fara munu fram 8. nóvember næstkomandi hafa verið í miklum brennidepli síðustu daga og verða samfélagsmiðlar því óhjákvæmilega oft fullir af upplýsingum um nýjustu fréttir af frambjóðendunum tveimur, Hillary Clinton og Donald Trump. Öflin á bakvið báða frambjóðendur hafa verið með puttann á púlsinum í nýjustu tækninni og nýta þau sér óspart samfélagsmiðla til að kynna málefni sín, eða til að koma höggi á andstæðing sinn en hörð orð milli frambjóðandanna hefur einkennt kosningabaráttuna undanfarna daga. Ummæli þeirra á samfélagsmiðlum spila þar stórt hlutverk sem vopn frambjóðandanna gagnvart öðrum og einnig til að ná til víðari hóps. Bæði Clinton og Trump eiga aðgang að helstu samfélagsmiðlunum, svo sem Twitter, Facebook og Instagram, þar sem milljónir manna eru að fylgja þeim.
Donald Trump Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira