Facebook birti fínasta ársfjórðungsuppgjör og hlutabréfin falla í verði Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2016 23:45 Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri og stofnandi Facebook. Vísir/GETTY Facebook birti í dag ársfjórðungsuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung en hlutabréf fyrirtækisins féllu í kjölfarið um 7,7 prósent. Þrátt fyrir að uppgjörið hafi komið vel út og hagnaður fyrirtækisins, sem og vöxtur hafi verið fram úr spám greinenda. Fjármálastjóri Facebook sagði í dag að líklegast myndi hægja á vexti fyrirtækisins á næsta fjórðungi vegna takmarkanna á auglýsingum sem hægt sé að birta. Facebook vilji passa að þær fari ekki í taugarnar á notendum sínum og því sé ekki hægt að hafa þær of margar. Þá tilkynnti hann einnig að fyrirtækið myndi eiga í miklum fjárfestingum á næsta fjórðungi, sem mun dragar úr hagnaði þess, til skamms tíma. Mark Zucerkberg birti meðfylgjandi myndband á Facebooksíðu sinni nú í kvöld. Facebook hefur einblýnt á að fjölga myndböndum á miðli sínum og frá því í maí hefur beinum útsendinum á Facebook fjölgað um 400 prósent.Hægt er að sjá glærukynningu og hlusta á símafund forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Virkum notendum Facebook hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á þriðja ársfjórðungi voru tæplega 1,2 milljarður manna sem notaði Facebook á hverjum degi og þar af rétt rúmlega milljarður fór á Facebook í gegnum síma. Virkir notendur á mánuði eru 1,8 milljarður manna. Þá hafa tekjur Facebook einnig aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Lang mestar tekjur fyrirtækins koma til vegna auglýsinga. Af rúmum sjö milljörðum dala á ársfjórðunginum voru einungis 195 milljónir sem eru ekki til komnar vegna auglýsinga. Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook birti í dag ársfjórðungsuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung en hlutabréf fyrirtækisins féllu í kjölfarið um 7,7 prósent. Þrátt fyrir að uppgjörið hafi komið vel út og hagnaður fyrirtækisins, sem og vöxtur hafi verið fram úr spám greinenda. Fjármálastjóri Facebook sagði í dag að líklegast myndi hægja á vexti fyrirtækisins á næsta fjórðungi vegna takmarkanna á auglýsingum sem hægt sé að birta. Facebook vilji passa að þær fari ekki í taugarnar á notendum sínum og því sé ekki hægt að hafa þær of margar. Þá tilkynnti hann einnig að fyrirtækið myndi eiga í miklum fjárfestingum á næsta fjórðungi, sem mun dragar úr hagnaði þess, til skamms tíma. Mark Zucerkberg birti meðfylgjandi myndband á Facebooksíðu sinni nú í kvöld. Facebook hefur einblýnt á að fjölga myndböndum á miðli sínum og frá því í maí hefur beinum útsendinum á Facebook fjölgað um 400 prósent.Hægt er að sjá glærukynningu og hlusta á símafund forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Virkum notendum Facebook hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á þriðja ársfjórðungi voru tæplega 1,2 milljarður manna sem notaði Facebook á hverjum degi og þar af rétt rúmlega milljarður fór á Facebook í gegnum síma. Virkir notendur á mánuði eru 1,8 milljarður manna. Þá hafa tekjur Facebook einnig aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Lang mestar tekjur fyrirtækins koma til vegna auglýsinga. Af rúmum sjö milljörðum dala á ársfjórðunginum voru einungis 195 milljónir sem eru ekki til komnar vegna auglýsinga.
Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira