Handbolti

Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðjón Valur í hraðaupphlaupi
Guðjón Valur í hraðaupphlaupi vísir/ernir
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld.

„Mér fannst við vera fleiri mörkum betri í kvöld en ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn, hugarfarið, baráttuna og innkomu strákanna.“

Ísland byrjaði undankeppni EM í Króatíu 2018 á sigri í kvöld og það gegn liði sem Ísland tapaði með ellefu marka mun gegn á HM í Katar í byrjun árs 2015.

„Við erum ánægðir með að hafa byrjað þetta á sigri. Það er alls ekki sjálfsagt. Við vorum að eiga við hörku vörn og svakalega góðan markmann.

„Við klúðrum kannski aðeins of mikið af góðum færum. Við erum að spila okkur í góð færi og það er jákvætt. Það væri annað ef við værum ekki að fá færi, þá værum við í erfiðleikum.

„Við erum í flestum tilfellum að taka góðar ákvarðanir. Við erum ekki að tapa mörgum boltum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Við erum á réttri leið,“ sagði Guðjón.

Aron Pálmarsson fiskaði ruðning þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum með mjög klókum varnarleik.

„Hann er hörku góður handboltamaður, ekki bara sóknarmaður eða varnarmaður. Það hlakkaði í mér þegar ég sá skyttuna færast nær og nær því ég vissi hvað var að fara gerast. Þá féll trjádrumburinn.“


Tengdar fréttir

Aron: Ég þurfti að redda Gaua

"Þetta áttist að vinna með tveimur mörkum því þeir tóku af mér mark í fyrri hálfleik en þetta gat ekki verið tæpara. Það er þeim mun sætara fyrir vikið,“ segir Aron Pálmarsson sem steig heldur betur upp á lokakafla leiksins gegn Tékkum í kvöld.

Geir: Þetta var vinnusigur

"Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×