Finnst gaman að útskýra fyrir öðrum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 08:45 Julia og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti. Vigdís var verndari verðlaunanna og afhenti þau við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Mynd/Sigrún Björnsdóttir Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira