"Computer says no“ Ólafur Rúnarsson skrifar 18. nóvember 2016 00:00 Nú hafa tónlistarskólakennarar verið samningslausir í meira en ár og ekkert bólar á því að nýr samningur sé á næsta leiti. Eftir fimm vikna verkfall árið 2014 var skrifað undir samning til eins árs, einhvers konar vopnahléssamning, og áttu viðræður að halda áfram samkvæmt viðræðuplani. Ekkert hefur því miður miðað í þessum viðræðum við sveitarfélögin.Hampa okkur á tyllidögum En við hverja erum við tónlistarskólakennarar að semja? Eru það ekki hinir kjörnu fulltrúar sem við kjósum á fjögurra ára fresti? Þeir sömu og hampa okkur á tyllidögum þegar við mætum á viðburði með söngvarann, lúðrasveitina, kammersveitina o.s.frv. í okkar samfélögum. Eða erum við að semja við óhagganlegt „kerfi embættismanna“, lesist Samband íslenskra sveitarfélaga? Er það ekki hentugt fyrir hina kjörnu fulltrúa að vísa ábyrgðinni yfir á eitthvert samband sem tekur að sér að vera vondi kallinn og snúa sér svo að þeim sem kusu þá og segjast hafa skilning á kröfum þeirra? Til hvers var þá verið að færa þessi málefni yfir í nærsamfélagið á sveitarstjórnarstigi? Eru hinir kjörnu fulltrúar okkar ekki kosnir til þess að útdeila og forgangsraða í þágu nærsamfélagsins?Ekkert sem þeir geta gert Á þessu ári hafa bæði Bretar og Bandaríkjamenn kosið að hafna hinu andlitslausa embættismannakerfi. Brexit og kosning DonaldsTrump er kall á breytingar og lýsir þreytu á kerfi sem fríar kjörna fulltrúa ábyrgð. Svörin sem við fáum frá hinum kjörnu fulltrúum eru á þá leið að það sé ekkert sem þeir geti gert. Erum við að stefna í sömu átt, er þetta framtíðin? Ætla hinir kjörnu fulltrúar okkar að skýla sér á bak við frasann „computer says no“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nú hafa tónlistarskólakennarar verið samningslausir í meira en ár og ekkert bólar á því að nýr samningur sé á næsta leiti. Eftir fimm vikna verkfall árið 2014 var skrifað undir samning til eins árs, einhvers konar vopnahléssamning, og áttu viðræður að halda áfram samkvæmt viðræðuplani. Ekkert hefur því miður miðað í þessum viðræðum við sveitarfélögin.Hampa okkur á tyllidögum En við hverja erum við tónlistarskólakennarar að semja? Eru það ekki hinir kjörnu fulltrúar sem við kjósum á fjögurra ára fresti? Þeir sömu og hampa okkur á tyllidögum þegar við mætum á viðburði með söngvarann, lúðrasveitina, kammersveitina o.s.frv. í okkar samfélögum. Eða erum við að semja við óhagganlegt „kerfi embættismanna“, lesist Samband íslenskra sveitarfélaga? Er það ekki hentugt fyrir hina kjörnu fulltrúa að vísa ábyrgðinni yfir á eitthvert samband sem tekur að sér að vera vondi kallinn og snúa sér svo að þeim sem kusu þá og segjast hafa skilning á kröfum þeirra? Til hvers var þá verið að færa þessi málefni yfir í nærsamfélagið á sveitarstjórnarstigi? Eru hinir kjörnu fulltrúar okkar ekki kosnir til þess að útdeila og forgangsraða í þágu nærsamfélagsins?Ekkert sem þeir geta gert Á þessu ári hafa bæði Bretar og Bandaríkjamenn kosið að hafna hinu andlitslausa embættismannakerfi. Brexit og kosning DonaldsTrump er kall á breytingar og lýsir þreytu á kerfi sem fríar kjörna fulltrúa ábyrgð. Svörin sem við fáum frá hinum kjörnu fulltrúum eru á þá leið að það sé ekkert sem þeir geti gert. Erum við að stefna í sömu átt, er þetta framtíðin? Ætla hinir kjörnu fulltrúar okkar að skýla sér á bak við frasann „computer says no“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun