Íslandsstofa valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 Sæunn Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2016 15:56 Frá vinstri: Ásta Pétursdóttir, Jón Ásbergsson, Guðni Th. Jóhannesson, Inga Hlín Pálsdóttir, María Hrund Marinósdóttir, Þórhallur Guðlaugsson. Mynd/Aðsend Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í dag. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin. Fram kemur í tilkynningu að í rökstuðningi dómnefndar komi meðal annars fram að markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum. Þá segir í rökstuðningi dómnefndar að gerðar séu markaðsrannsóknir og aðrar mælingar sem draga með faglegum hætti fram þann árangur sem rekja má til þess starfs sem unnið er hjá Íslandsstofu. Nefna má verulega aukningu á umferð í leitarvélum eftir að markhópur hefur orðið var við kynningarefni og að sá markhópur sé líklegri til að ferðast til Íslands eftir að hafa séð kynningarefnið. Umfram allt er markaðsstarf Íslandsstofu vel skilgreint, faglegt og unnið af raunsæi. Íslandsstofa hefur það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Dómnefnd var sammála um að veita ætti Íslandsstofu viðurkenningu sem Markaðsfyrirtæki ársins 2016. ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Sú breyting hefur orðið á formi keppninnar að í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins á sama ári, eru veitt verðlaun fyrir sinn hvorn titilinn, annað hvert ár. Dómnefndina skipuðu: Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar, María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK, Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels, Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is). Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki einnig tilnefnd til verðlaunanna í ár. Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í dag. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin. Fram kemur í tilkynningu að í rökstuðningi dómnefndar komi meðal annars fram að markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum. Þá segir í rökstuðningi dómnefndar að gerðar séu markaðsrannsóknir og aðrar mælingar sem draga með faglegum hætti fram þann árangur sem rekja má til þess starfs sem unnið er hjá Íslandsstofu. Nefna má verulega aukningu á umferð í leitarvélum eftir að markhópur hefur orðið var við kynningarefni og að sá markhópur sé líklegri til að ferðast til Íslands eftir að hafa séð kynningarefnið. Umfram allt er markaðsstarf Íslandsstofu vel skilgreint, faglegt og unnið af raunsæi. Íslandsstofa hefur það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Dómnefnd var sammála um að veita ætti Íslandsstofu viðurkenningu sem Markaðsfyrirtæki ársins 2016. ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Sú breyting hefur orðið á formi keppninnar að í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins á sama ári, eru veitt verðlaun fyrir sinn hvorn titilinn, annað hvert ár. Dómnefndina skipuðu: Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar, María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK, Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels, Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is). Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki einnig tilnefnd til verðlaunanna í ár.
Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira