Allt í plasti Líf Magneudóttir skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Við búum í neyslusamfélagi þar sem við erum að drukkna í drasli. Margir hlutir eru auðvitað nauðsynlegir en alls ekki allir. Og við þurfum alveg örugglega ekki allar þessar einnota plastumbúðir – jafnvel plastumbúðir í plastumbúðum! Yfirgengileg neysla okkar hefur nefnilega slæm áhrif á lífríkið og umhverfi okkar. Allt sem við látum frá okkur út í náttúruna skilar sér aftur til okkar, með góðu eða illu, því við lifum á afurðum hennar. Offramleiðsla á hlutum og vörum – svo ekki sé minnst á einnota umbúðir sem umlykja alla skapaða hluti – er mikill meinvaldur og það er löngu orðið tímabært að grípa til aðgerða. Borgir mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum slag. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að fólk geti flokkað sorp sem mest á heimilum sínum. En borgin viðheldur líka óþarfa neyslu sem risastór innkaupaaðili. Þarna þarf borgin að vera til fyrirmyndar og leiðandi í að hætta að kaupa óþarfa eins og t.d. einnota umbúðir og einnota plast. Margt er gert nú þegar til að innleiða vistvæn innkaup á starfsstöðvum borgarinnar og fyrir lok ársins eiga þær allar að vera búnar að tileikna sér Græn skref. Í þeim felst m.a. að allir starfsmenn noti margnota poka í innkaupum og að ekki verði keyptar vörur sem innihalda plastagnir ásamt ótal mörgu öðru sem stuðlar að umhverfisvernd. Það má hins vegar alltaf gera betur. Og best gengur þegar við tökum höndum saman. Við, íbúar Reykjavíkur, getum líka breytt neysluvenjum okkar. Við getum gert betur í að flokka sorp og minnka sótspor okkar. Til stendur að samþykkja tillögu í borgarstjórn í dag sem miðar að því að hefja aðgerðir gegn einnota umbúðum. Við ætlum að auka fræðslu í samstarfi við grasrótarfélög, kaupmenn og íbúa. Ég vona að á komandi misserum takist Reykjavík að verða umhverfisvænasta borg í heimi. Við höfum öll tækifæri til þess og getum það! Losum okkur við einnota plast og aðrar umbúðir og gerum enn betur í endurnýtingu og endurvinnslu. Við skulum setja markið hátt og bjarga okkur frá því að drukkna í einnota umbúðum neysluhyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í neyslusamfélagi þar sem við erum að drukkna í drasli. Margir hlutir eru auðvitað nauðsynlegir en alls ekki allir. Og við þurfum alveg örugglega ekki allar þessar einnota plastumbúðir – jafnvel plastumbúðir í plastumbúðum! Yfirgengileg neysla okkar hefur nefnilega slæm áhrif á lífríkið og umhverfi okkar. Allt sem við látum frá okkur út í náttúruna skilar sér aftur til okkar, með góðu eða illu, því við lifum á afurðum hennar. Offramleiðsla á hlutum og vörum – svo ekki sé minnst á einnota umbúðir sem umlykja alla skapaða hluti – er mikill meinvaldur og það er löngu orðið tímabært að grípa til aðgerða. Borgir mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum slag. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að fólk geti flokkað sorp sem mest á heimilum sínum. En borgin viðheldur líka óþarfa neyslu sem risastór innkaupaaðili. Þarna þarf borgin að vera til fyrirmyndar og leiðandi í að hætta að kaupa óþarfa eins og t.d. einnota umbúðir og einnota plast. Margt er gert nú þegar til að innleiða vistvæn innkaup á starfsstöðvum borgarinnar og fyrir lok ársins eiga þær allar að vera búnar að tileikna sér Græn skref. Í þeim felst m.a. að allir starfsmenn noti margnota poka í innkaupum og að ekki verði keyptar vörur sem innihalda plastagnir ásamt ótal mörgu öðru sem stuðlar að umhverfisvernd. Það má hins vegar alltaf gera betur. Og best gengur þegar við tökum höndum saman. Við, íbúar Reykjavíkur, getum líka breytt neysluvenjum okkar. Við getum gert betur í að flokka sorp og minnka sótspor okkar. Til stendur að samþykkja tillögu í borgarstjórn í dag sem miðar að því að hefja aðgerðir gegn einnota umbúðum. Við ætlum að auka fræðslu í samstarfi við grasrótarfélög, kaupmenn og íbúa. Ég vona að á komandi misserum takist Reykjavík að verða umhverfisvænasta borg í heimi. Við höfum öll tækifæri til þess og getum það! Losum okkur við einnota plast og aðrar umbúðir og gerum enn betur í endurnýtingu og endurvinnslu. Við skulum setja markið hátt og bjarga okkur frá því að drukkna í einnota umbúðum neysluhyggjunnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun