Nigel Farage fyrsti breski stjórnmálamaðurinn sem hittir Trump eftir kosningarnar Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 23:28 Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Vísir/EPA Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), varð í kvöld fyrsti breski stjórnmálamaðurinn til að hitta Donald Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir talsmanni UKIP að Farage hafi rætt „frelsi og sigur“ við Trump á fundi þeirra í Trump-turninum í New York. Farage hafði fyrir fundinn haldið því fram að Theresa May, forsætisráðherra Breta, yrði að hafa gott samband við nýkjörinn forseta Bandaríkjanna. „Ég held að hann verði að hitta hana. Hennar teymi hefur verið afar dónalegt í garð Trump, svo það þarf að bæta það samband,“ sagði Farage við Fox News. „Trump er Bretavinur, hann veit og þekkir hvað þessar frábæru þjóðir hafa gert saman. Og til allrar hamingju eru við að nálgast endalok Bandaríkjaforseta sem hafði óbeit á Bretlandi.“ BBC hefur eftir talsmanni breska forsætisráðuneytisins að Farage hefði ekkert hlutverk í samskiptum ráðuneytisins við verðandi forseta Bandaríkjanna og stjórn hans. Theresa May áætlar að hitta Trump á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), varð í kvöld fyrsti breski stjórnmálamaðurinn til að hitta Donald Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir talsmanni UKIP að Farage hafi rætt „frelsi og sigur“ við Trump á fundi þeirra í Trump-turninum í New York. Farage hafði fyrir fundinn haldið því fram að Theresa May, forsætisráðherra Breta, yrði að hafa gott samband við nýkjörinn forseta Bandaríkjanna. „Ég held að hann verði að hitta hana. Hennar teymi hefur verið afar dónalegt í garð Trump, svo það þarf að bæta það samband,“ sagði Farage við Fox News. „Trump er Bretavinur, hann veit og þekkir hvað þessar frábæru þjóðir hafa gert saman. Og til allrar hamingju eru við að nálgast endalok Bandaríkjaforseta sem hafði óbeit á Bretlandi.“ BBC hefur eftir talsmanni breska forsætisráðuneytisins að Farage hefði ekkert hlutverk í samskiptum ráðuneytisins við verðandi forseta Bandaríkjanna og stjórn hans. Theresa May áætlar að hitta Trump á fyrstu þremur mánuðum næsta árs.
Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00