Sport

Hreinn úrslitaleikur hjá Aftureldingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristín Salín Þórhallsdóttir, uppspilari Aftureldingar.
Kristín Salín Þórhallsdóttir, uppspilari Aftureldingar. mynd/hafdís h. björnsdóttir
Kvennalið Aftureldingar mætir Amager í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni Norður-Evrópukeppni félagsliða í blaki í dag.

Afturelding vann góðan sigur á Ikast frá Danmörku, 3-1, á föstudagskvöldið og Mosfellingar fylgdu því eftir með 3-2 sigri á Randaberg frá Noregi í gær.

Staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar hrinurnar en í oddahrinunni hafði Afturelding betur, 15-13.

Randaberg var komið í 6-10 en Mosfellingar sýndu styrk og sneru dæminu sér í vil.

Leikur Aftureldingar og Amager um efsta sætið í riðlinum hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×