Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2016 08:26 Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Mynd/Karl Georg Karlsson. Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49
Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59