Þessir gæjar kunna að refsa Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 12. nóvember 2016 07:00 „Það eru blendnar tilfinningar að koma hingað. Ég fór inn í búningsklefann áðan og þá komu minningarnar allar til baka. Menn voru mjög niðurlútir hér fyrir þremur árum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland spilar á Maksimir-vellinum síðan liðið tapaði hér 2-0 í umspili um laust sæti á HM. Það voru því miklar tilfinningar í gangi hjá þeim sem spiluðu þann leik er þeir komu þangað aftur. Var vendipunktur fyrir liðið „Þetta eru samt ágætis minningar því þessi leikur var ákveðinn vendipunktur fyrir landsliðið. Við höfum eiginlega ekki litið til baka síðan þá. Menn settu sér skýr markmið og náðu þeim. Kannski var þessi leikur smá spark í rassinn. Vonandi muna menn eftir því þannig. Við eigum harma að hefna en við erum samt ekki í neinum hefndarhug. Þetta er ný keppni og menn eru staðráðnir í því að ná einhverju út úr þessum leik.“ Bæði Ísland og Króatía eru með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik.Allir að stela stigum „Við töluðum um það fyrir þessa undankeppni að hvert stig og hvert mark myndi skipta máli. Þetta er það jafn riðill. Það eru allir að stela stigum hér og þar. Þetta verður hörkuleikur og við verðum að vera á tánum í 90 mínútur því þessir gæjar kunna að refsa. Það er klárt mál og þeir gerðu það við okkur fyrir þrem árum. Þeir eru pottþétt til í að gera það aftur ef þeir fá tækifæri til þess. Við verðum að vera einbeittir og einbeitingin þarf að vera til staðar allan leikinn,“ segir landsliðsfyrirliðinn en hvað þarf að gera til þess að pirra Króatana og brjóta þá niður? „Halda þeim í skefjum. Þetta er mjög einbeitt lið. Það eru ekki margir leikmenn í þessu liði sem missa hausinn. Ef við náum að stríða þeim og halda okkur stöðugleika í vörninni þá fara þeir vonandi aðeins að pirrast. Það er eitthvað sem við gætum þá nýtt okkur. Við þurfum líka að halda boltanum vel og þar getum við enn bætt okkur þó að við höfum gert vel í þeirri deild gegn Tyrkjunum.“Barátta við Modric og Rakitic Aron verður væntanlega í skemmtilegri baráttu á miðjuna við þá Luka Modric og Ivan Rakitic sem spila með Real Madrid og Barcelona. Aron segir að það verði gaman að sparka aðeins í þá. „Maður verður að láta finna fyrir sér. Við komum til með að sýna þeim virðingu en við munum ekki gefa þeim nokkurn skapaðan hlut,“ segir Aron Einar en hann getur ekki látið öskrin í króatískum áhorfendum espa sig upp því það verða engir áhorfendur á leiknum.Verður svolítið spes „Þetta verður svolítið spes. Stundum nýtir maður stemninguna til að lyfta sjálfum sér upp en við verðum að gera það á annan hátt í þessum leik. Það verður að koma innan frá. Menn þurfa að mótívera sjálfan sig eins og þeir geta best. Þetta á að vera kostur fyrir okkur því þeir eru vanir sínum blóðheitu stuðningsmönnum. Vonandi munu þeir sakna þeirra meira en við gerum.“ Þótt það séu óvenju mikil meiðsli í herbúðum íslenska liðsins þá hefur fyrirliðinn engar áhyggjur af því að liðið nái ekki að spila sinn leik. „Ég held við munum ráða vel við þetta. Birkir leysti mig af á miðjunni í síðasta leik og Elmar kom út á kant. Það vita allir í þessum hópi til hvers er ætlast af þeim. Þó að menn spili nýjar stöður þá höfum við farið svo vel yfir taktíkina að menn vita hvað á að gera. Við tæklum þetta vonandi auðveldlega.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar að koma hingað. Ég fór inn í búningsklefann áðan og þá komu minningarnar allar til baka. Menn voru mjög niðurlútir hér fyrir þremur árum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland spilar á Maksimir-vellinum síðan liðið tapaði hér 2-0 í umspili um laust sæti á HM. Það voru því miklar tilfinningar í gangi hjá þeim sem spiluðu þann leik er þeir komu þangað aftur. Var vendipunktur fyrir liðið „Þetta eru samt ágætis minningar því þessi leikur var ákveðinn vendipunktur fyrir landsliðið. Við höfum eiginlega ekki litið til baka síðan þá. Menn settu sér skýr markmið og náðu þeim. Kannski var þessi leikur smá spark í rassinn. Vonandi muna menn eftir því þannig. Við eigum harma að hefna en við erum samt ekki í neinum hefndarhug. Þetta er ný keppni og menn eru staðráðnir í því að ná einhverju út úr þessum leik.“ Bæði Ísland og Króatía eru með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik.Allir að stela stigum „Við töluðum um það fyrir þessa undankeppni að hvert stig og hvert mark myndi skipta máli. Þetta er það jafn riðill. Það eru allir að stela stigum hér og þar. Þetta verður hörkuleikur og við verðum að vera á tánum í 90 mínútur því þessir gæjar kunna að refsa. Það er klárt mál og þeir gerðu það við okkur fyrir þrem árum. Þeir eru pottþétt til í að gera það aftur ef þeir fá tækifæri til þess. Við verðum að vera einbeittir og einbeitingin þarf að vera til staðar allan leikinn,“ segir landsliðsfyrirliðinn en hvað þarf að gera til þess að pirra Króatana og brjóta þá niður? „Halda þeim í skefjum. Þetta er mjög einbeitt lið. Það eru ekki margir leikmenn í þessu liði sem missa hausinn. Ef við náum að stríða þeim og halda okkur stöðugleika í vörninni þá fara þeir vonandi aðeins að pirrast. Það er eitthvað sem við gætum þá nýtt okkur. Við þurfum líka að halda boltanum vel og þar getum við enn bætt okkur þó að við höfum gert vel í þeirri deild gegn Tyrkjunum.“Barátta við Modric og Rakitic Aron verður væntanlega í skemmtilegri baráttu á miðjuna við þá Luka Modric og Ivan Rakitic sem spila með Real Madrid og Barcelona. Aron segir að það verði gaman að sparka aðeins í þá. „Maður verður að láta finna fyrir sér. Við komum til með að sýna þeim virðingu en við munum ekki gefa þeim nokkurn skapaðan hlut,“ segir Aron Einar en hann getur ekki látið öskrin í króatískum áhorfendum espa sig upp því það verða engir áhorfendur á leiknum.Verður svolítið spes „Þetta verður svolítið spes. Stundum nýtir maður stemninguna til að lyfta sjálfum sér upp en við verðum að gera það á annan hátt í þessum leik. Það verður að koma innan frá. Menn þurfa að mótívera sjálfan sig eins og þeir geta best. Þetta á að vera kostur fyrir okkur því þeir eru vanir sínum blóðheitu stuðningsmönnum. Vonandi munu þeir sakna þeirra meira en við gerum.“ Þótt það séu óvenju mikil meiðsli í herbúðum íslenska liðsins þá hefur fyrirliðinn engar áhyggjur af því að liðið nái ekki að spila sinn leik. „Ég held við munum ráða vel við þetta. Birkir leysti mig af á miðjunni í síðasta leik og Elmar kom út á kant. Það vita allir í þessum hópi til hvers er ætlast af þeim. Þó að menn spili nýjar stöður þá höfum við farið svo vel yfir taktíkina að menn vita hvað á að gera. Við tæklum þetta vonandi auðveldlega.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira