Úkraínumenn komust upp fyrir Íslendinga í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 1-0 sigur á Finnum á heimavelli í kvöld.
Úkraínumenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum í Odessa í kvöld en Finnar fengu sín færi í leiknum.
Artem Kravets skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu eftir frábæran undirbúning Yevhens Konoplyanka.
Úkraína er nú í 2. sæti riðilsins með átta stig, einu stigi á undan Íslandi sem tapaði fyrir Króatíu fyrr í dag.
Finnar eru með sitt eina stig í 5. sæti riðilsins.
Úkraína upp fyrir Ísland

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb
Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018.

Fyrsti sigur Tyrkja | Írar gerðu góða ferð til Vínarborgar
Tyrkir unnu sinn fyrsta leik í I-riðli undankeppni HM 2018 þegar þeir lögðu Kósovó að velli, 2-0.