Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu.
„Hann mun spila. Þetta er Króatía og hér er allt önnur menning. Hér segjum við fólki ekki frá neinu,“ segir blaðamaðurinn Mihovil Topic og glottir. „Hann tók út sína refsingu í Úkraínu og málið er þar með dautt. Þar sem Dejan Lovren getur ekki spilað á ég von á Vida í byrjunarliðinu.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vida lendir í basli með Bakkus. Þegar hann var leikmaður Dinamo Zagreb fyrir fjórum árum opnaði hann bjór í liðsrútunni á leið í bikarleik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari Dinamo henti honum út úr rútunni og skildi Vida eftir á miðjum veginum. Sá maður heitir Ante Cacic og er þjálfari króatíska landsliðsins í dag.
„Hann er ekkert að fara að henda honum út úr rútunni núna. Vida er kannski ekki sá gáfaðasti en Króatar elska hann því hann er aldrei að reyna að vera annað en hann sjálfur. Þetta er ekkert sérstaklega skarpur strákur en skemmtilegur.“
Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi

Tengdar fréttir

Króatar æfðu á Maksimir í kuldanum
Það er orðið ansi svalt á kvöldin í Zagreb og verður það á laugardag er Króatar taka á móti Íslandi á Maksimir-vellinum í Zagreb.

Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni?

Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir
Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila.

Íslenska liðsheildin sterkari en hjá Króatíu
Luka Kostic segir að Íslandi þurfi ekki að breyta neinu í sínum leik heldur bara skerpa á áherslum til að leggja frábært lið Króatíu að velli.