Og hvað svo, jafnaðarmenn? Ellert B. Schram skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Ég get ekki brúkað neina tæpitungu, þegar demókratinn Hillary tapar í forsetakjöri Bandaríkjanna, fyrir manni, sem mér finnst ekki boðlegur. Ég get ekki heldur annað gert en krossa yfir leiðið hjá Samfylkingunni, þegar flokkurinn slefar inn rétt rúmum fimm prósentum í alþingiskosningum. Ég get ekki farið fram á að fólk kjósi endilega það sem mér finnst að eigi að kjósa. Ég ræð ekki hvernig fólk kýs. En ég lærði það í fótboltanum í gamla daga, að tap í einum leik, er áskorun um að gera betur í næsta leik. Það er dagur eftir þennan dag. Sumir segja að dagar jafnaðarmannaflokka séu taldir. Ekki bara hér á landi, því sama þróun á sér stað í öðrum evrópskum löndum. Öfgarnar til hægri og vinstri takast á. Miðjan gleymist. Vissulega er baráttan um lífskjör stéttanna og hagsmuni alþýðunnar ekki í sama sviðsljósinu frá því sem áður var. Þú siglir ekki lengur lygnan sjó í miðju stjórnmálanna. Það eru öfgarnar sem ráða, stóru yfirlýsingarnar, peningarnir og völdin. Og miðjuflokkarnir gleymast. Jafnræði, samkennd, réttlæti og kærleiki eru ekki lengur „djúsí“ þegar kemur að kosningum eða fylgi. Sérhagsmunirnir ráð för. Ekki almannaheill, ekki minnimáttar, ekki að gæta bróður míns. Bara mín. Sannleikurinn er samt sá, að í öllum flokkum, er fólk sem skilur þá grundvallarskoðun, að þjóðfélagið er eitt stórt heimili og hver einasti einstaklingur skiptir máli og hann þarf á hjálparhönd að halda, þegar kaupið, launin og bæturnar duga ekki lengur fyrir útgjöldunum. Hann þarf að hafa kerfi, sem grípur aldraða, fatlaða, fátæka og barnmarga. Eða sjúka. Uppbygging samfélagsins verður að taka tillit til allra sem búa við slæman kost, sem dregist hafa aftur úr í kapphlaupinu um að eiga til hnífs og skeiðar. Samfélagið á að vera skjöldurinn og björgunarhringurinn. Þegar lýðræðið varð til, þegar Frakkar gerðu uppreisn gegn konungsvaldinu og yfirstéttinni í lok nítjándu aldar, þá var það í þágu almennings, alþýðunnar og allra þeirra undirsáta, sem ekki höfðu einu sinni mannréttindi.Málstaðurinn enn við lýði Jafnaðarmannaflokkar, hvarvetna í Evrópu og líka Íslandi hafa það markmið og stefnu að berjast fyrir „venjulega fólkinu“, barnafólki, láglaunafólki og minnimáttar. Það er kjölfestan í starfi og stefnu jafnaðarmanna. Að gæta náungans, að rétta hjálparhönd, að gæta jafnréttis og jafnræðis. Kannski hefur Samfylkingin ekki staðið sig nógu vel í þeirri baráttu. Innbyrðis átök, lognmolla út á við, sofandi á verðinum, flokkurinn datt niður og hvarf, milli vinstri og hægri. Í einskis manns landi. Því fór sem fór. En ég er einlægt þeirrar skoðunar að hér á landi sé enn hópur fólks sem trúir á jafnréttið, samkenndina og réttlátt samfélag en vandi þessa hóps er að hann dreifist á marga flokka, Betri framtíð, Viðreisn, Vinstri græna, Pírata og Samfylkingu, og annar hver framsóknarmaður. Líka í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k þegar ég var í þeim flokki. Úr því verður engin fylking, hvað þá samfylking. Og svo kemur fjöldinn allur af smáframboðum fram á sjónarsviðið, sem draga til sín fylgi þúsunda kjósenda, án þess að fá einn eða neinn til að tala máli sínu frekar. Það tvístrast þetta lið, sem ég skilgreini sem jafnaðarmenn og við sitjum uppi með hægri flokk, talsmenn sérhagsmunanna og ríka fólksins, sem fær þó ekki nema 30% atkvæða á meðan framangreindir flokkar eru með 70% fylgi. Samanlagt. Þetta er staðan í dag. Og við sitjum uppi, jafnaðarmenn, særðir og sorgmæddir. Leikurinn tapaðist. En munið að það er annar og aðrir leikir fram undan og framtíðinni og göfugu hlutverki jafnaðarmanna er hvergi lokið. Málstaðurinn er enn við lýði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég get ekki brúkað neina tæpitungu, þegar demókratinn Hillary tapar í forsetakjöri Bandaríkjanna, fyrir manni, sem mér finnst ekki boðlegur. Ég get ekki heldur annað gert en krossa yfir leiðið hjá Samfylkingunni, þegar flokkurinn slefar inn rétt rúmum fimm prósentum í alþingiskosningum. Ég get ekki farið fram á að fólk kjósi endilega það sem mér finnst að eigi að kjósa. Ég ræð ekki hvernig fólk kýs. En ég lærði það í fótboltanum í gamla daga, að tap í einum leik, er áskorun um að gera betur í næsta leik. Það er dagur eftir þennan dag. Sumir segja að dagar jafnaðarmannaflokka séu taldir. Ekki bara hér á landi, því sama þróun á sér stað í öðrum evrópskum löndum. Öfgarnar til hægri og vinstri takast á. Miðjan gleymist. Vissulega er baráttan um lífskjör stéttanna og hagsmuni alþýðunnar ekki í sama sviðsljósinu frá því sem áður var. Þú siglir ekki lengur lygnan sjó í miðju stjórnmálanna. Það eru öfgarnar sem ráða, stóru yfirlýsingarnar, peningarnir og völdin. Og miðjuflokkarnir gleymast. Jafnræði, samkennd, réttlæti og kærleiki eru ekki lengur „djúsí“ þegar kemur að kosningum eða fylgi. Sérhagsmunirnir ráð för. Ekki almannaheill, ekki minnimáttar, ekki að gæta bróður míns. Bara mín. Sannleikurinn er samt sá, að í öllum flokkum, er fólk sem skilur þá grundvallarskoðun, að þjóðfélagið er eitt stórt heimili og hver einasti einstaklingur skiptir máli og hann þarf á hjálparhönd að halda, þegar kaupið, launin og bæturnar duga ekki lengur fyrir útgjöldunum. Hann þarf að hafa kerfi, sem grípur aldraða, fatlaða, fátæka og barnmarga. Eða sjúka. Uppbygging samfélagsins verður að taka tillit til allra sem búa við slæman kost, sem dregist hafa aftur úr í kapphlaupinu um að eiga til hnífs og skeiðar. Samfélagið á að vera skjöldurinn og björgunarhringurinn. Þegar lýðræðið varð til, þegar Frakkar gerðu uppreisn gegn konungsvaldinu og yfirstéttinni í lok nítjándu aldar, þá var það í þágu almennings, alþýðunnar og allra þeirra undirsáta, sem ekki höfðu einu sinni mannréttindi.Málstaðurinn enn við lýði Jafnaðarmannaflokkar, hvarvetna í Evrópu og líka Íslandi hafa það markmið og stefnu að berjast fyrir „venjulega fólkinu“, barnafólki, láglaunafólki og minnimáttar. Það er kjölfestan í starfi og stefnu jafnaðarmanna. Að gæta náungans, að rétta hjálparhönd, að gæta jafnréttis og jafnræðis. Kannski hefur Samfylkingin ekki staðið sig nógu vel í þeirri baráttu. Innbyrðis átök, lognmolla út á við, sofandi á verðinum, flokkurinn datt niður og hvarf, milli vinstri og hægri. Í einskis manns landi. Því fór sem fór. En ég er einlægt þeirrar skoðunar að hér á landi sé enn hópur fólks sem trúir á jafnréttið, samkenndina og réttlátt samfélag en vandi þessa hóps er að hann dreifist á marga flokka, Betri framtíð, Viðreisn, Vinstri græna, Pírata og Samfylkingu, og annar hver framsóknarmaður. Líka í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k þegar ég var í þeim flokki. Úr því verður engin fylking, hvað þá samfylking. Og svo kemur fjöldinn allur af smáframboðum fram á sjónarsviðið, sem draga til sín fylgi þúsunda kjósenda, án þess að fá einn eða neinn til að tala máli sínu frekar. Það tvístrast þetta lið, sem ég skilgreini sem jafnaðarmenn og við sitjum uppi með hægri flokk, talsmenn sérhagsmunanna og ríka fólksins, sem fær þó ekki nema 30% atkvæða á meðan framangreindir flokkar eru með 70% fylgi. Samanlagt. Þetta er staðan í dag. Og við sitjum uppi, jafnaðarmenn, særðir og sorgmæddir. Leikurinn tapaðist. En munið að það er annar og aðrir leikir fram undan og framtíðinni og göfugu hlutverki jafnaðarmanna er hvergi lokið. Málstaðurinn er enn við lýði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun