Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 09:45 Gary Martin gæti farið til Noregs, Belgíu eða í Hafnarfjörð. vísir/ernir Gary Martin, framherji Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er með nokkur járn í eldinum en afar ólíklegt þykir að hann spili áfram í Fossvoginum. Hann er kominn heim til Íslands eftir vel heppnaða dvöl í Noregi þar sem hann var á láni hjá Lilleström. Gary skoraði þrjú mörk í tíu leikjum fyrir norska liðið og hjálpaði því að bjarga sér frá falli. Hann spilaði vel og naut verunnar í norsku úrvalsdeildinni. Hann viðurkennir að það gæti orðið erfitt að spila aftur í Pepsi-deildinni eftir að prófa aftur að spila í stærri deild. „Auðvitað. Það er þannig með alla leikmenn sem koma til baka. Mér fannst auðveldara að spila í Noregi eins fáránlega og það hljómar. Þar gat ég aðeins komið á óvart og varnarmennirnir þekktu mig ekki. Á Íslandi þekkja mig allir út og inn sem leikmann,“ sagði Gary í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. „Á þessum þremur mánuðum í Noregi áttaði ég mig samt á hversu mikið ég saknaði Íslands. Sama hvað gerist þá mun ég reyna að taka bestu ákvörðunina fyrir mig og konuna. Ég er 26 ára og þarf að gera það rétta í stöðunni. Ég er ekkert að flýta mér.“Gary Martin spilaði vel með Lilleström.mynd/lsk.noLaunalækkun Launin í íslenska boltanum hafa hækkað mikið á síðustu árum og viðurkennir Gary fúslega það sem margir hafa haldið fram: Hann fékk minna borgað í Noregi en hjá Víkingi sem hafnaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar. „Þannig er þetta bara. Ég tók á mig launalækkun til að fara til Noregs og það frekar stóra. Fjármálin eru ekki í góðum málum í Noregi en deildin er vissulega stærri, þar eru fleiri áhorfendur og leikmennirnir í betra formi. Það snýst ekki allt um peninga,“ segir Gary. „Launin eru betri á Íslandi. Íslenska deildin er að styrkjast og með breyttu efnahagsástandi á Englandi eftir að Bretland yfirgaf Evrópusambandið er miklu betra fyrir mig að vera á Íslandi. Ég þarf núna að taka rétta ákvörðun því þetta snýst ekki bara um mig.“ „Þegar ég hætti í fótbolta mun ég líklega búa á Íslandi. Þetta er heimilið mitt í dag. Ísland hefur verið mér frábært þannig ég mun ekki snúa baki við því án þess að hugsa mig um,“ segir Gary.Gary Martin spilaði fyrir Rúnar Kristinsson hjá KR og Lilleström. Er Lokeren næst?vísir/andri marinóÝmislegt í boði Lilleström vill halda Gary hjá félaginu og þá ætlar Lokeren að gera tilboð í enska framherjann eins og Vísir greindi frá í gær. Gary er búinn að tala við Rúnar Kristinsson, þjálfara Lokeren en þeir unnu saman hjá KR og Lilleström. „Víkingar sögðu mér á laugardaginn frá liðum sem eru búin að hafa samband. Víkingarnir hafa verið mjög heiðarlegir við mig í þessu ferli og í raun alveg frá því ég gekk í raðir félagsins. Ég get ekki sagt eitt slæmt orð um Víking,“ segir Gary sem getur ekki hafið leik með nýju liði fyrr en í janúar þar sem hann er búinn að spila fyrir þrjú lið á árinu. Hann segir engin formleg tilboð hafa borist í sig. „Lokeren væri frábær möguleiki fyrir mig. Ég talaði við Rúnar á þriðjudaginn þar sem við áttum samtal um þetta en ekkert meira en það. Ég var bara að þakka honum fyrir að gefa mér tækifæri hjá Lilleström. Rúnar þarf að hugsa um sig og sitt lið núna en ég reyni bara að halda mér í formi ef ég fæ eitthvað tækifæri í janúar.“ FH og Valur eru sögð virkilega áhugasöm um að fá Gary til liðs við sig og enski framherjinn virðist töluvert spenntari fyrir að spila með þeim í Pepsi-deildinni en Víkingi. „FH og Valur eru bæði frábær lið. Eftir að spila með Lilleström vill maður fara að keppa um titla. Ég átti samtal við Víkinga og þeir voru mjög heiðarlegir við mig í þessu. Ef ég fæ tækifærti til að fara til FH eða Vals verður erfitt fyrir mig að segja nei,“ segir Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Gary Martin, framherji Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er með nokkur járn í eldinum en afar ólíklegt þykir að hann spili áfram í Fossvoginum. Hann er kominn heim til Íslands eftir vel heppnaða dvöl í Noregi þar sem hann var á láni hjá Lilleström. Gary skoraði þrjú mörk í tíu leikjum fyrir norska liðið og hjálpaði því að bjarga sér frá falli. Hann spilaði vel og naut verunnar í norsku úrvalsdeildinni. Hann viðurkennir að það gæti orðið erfitt að spila aftur í Pepsi-deildinni eftir að prófa aftur að spila í stærri deild. „Auðvitað. Það er þannig með alla leikmenn sem koma til baka. Mér fannst auðveldara að spila í Noregi eins fáránlega og það hljómar. Þar gat ég aðeins komið á óvart og varnarmennirnir þekktu mig ekki. Á Íslandi þekkja mig allir út og inn sem leikmann,“ sagði Gary í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. „Á þessum þremur mánuðum í Noregi áttaði ég mig samt á hversu mikið ég saknaði Íslands. Sama hvað gerist þá mun ég reyna að taka bestu ákvörðunina fyrir mig og konuna. Ég er 26 ára og þarf að gera það rétta í stöðunni. Ég er ekkert að flýta mér.“Gary Martin spilaði vel með Lilleström.mynd/lsk.noLaunalækkun Launin í íslenska boltanum hafa hækkað mikið á síðustu árum og viðurkennir Gary fúslega það sem margir hafa haldið fram: Hann fékk minna borgað í Noregi en hjá Víkingi sem hafnaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar. „Þannig er þetta bara. Ég tók á mig launalækkun til að fara til Noregs og það frekar stóra. Fjármálin eru ekki í góðum málum í Noregi en deildin er vissulega stærri, þar eru fleiri áhorfendur og leikmennirnir í betra formi. Það snýst ekki allt um peninga,“ segir Gary. „Launin eru betri á Íslandi. Íslenska deildin er að styrkjast og með breyttu efnahagsástandi á Englandi eftir að Bretland yfirgaf Evrópusambandið er miklu betra fyrir mig að vera á Íslandi. Ég þarf núna að taka rétta ákvörðun því þetta snýst ekki bara um mig.“ „Þegar ég hætti í fótbolta mun ég líklega búa á Íslandi. Þetta er heimilið mitt í dag. Ísland hefur verið mér frábært þannig ég mun ekki snúa baki við því án þess að hugsa mig um,“ segir Gary.Gary Martin spilaði fyrir Rúnar Kristinsson hjá KR og Lilleström. Er Lokeren næst?vísir/andri marinóÝmislegt í boði Lilleström vill halda Gary hjá félaginu og þá ætlar Lokeren að gera tilboð í enska framherjann eins og Vísir greindi frá í gær. Gary er búinn að tala við Rúnar Kristinsson, þjálfara Lokeren en þeir unnu saman hjá KR og Lilleström. „Víkingar sögðu mér á laugardaginn frá liðum sem eru búin að hafa samband. Víkingarnir hafa verið mjög heiðarlegir við mig í þessu ferli og í raun alveg frá því ég gekk í raðir félagsins. Ég get ekki sagt eitt slæmt orð um Víking,“ segir Gary sem getur ekki hafið leik með nýju liði fyrr en í janúar þar sem hann er búinn að spila fyrir þrjú lið á árinu. Hann segir engin formleg tilboð hafa borist í sig. „Lokeren væri frábær möguleiki fyrir mig. Ég talaði við Rúnar á þriðjudaginn þar sem við áttum samtal um þetta en ekkert meira en það. Ég var bara að þakka honum fyrir að gefa mér tækifæri hjá Lilleström. Rúnar þarf að hugsa um sig og sitt lið núna en ég reyni bara að halda mér í formi ef ég fæ eitthvað tækifæri í janúar.“ FH og Valur eru sögð virkilega áhugasöm um að fá Gary til liðs við sig og enski framherjinn virðist töluvert spenntari fyrir að spila með þeim í Pepsi-deildinni en Víkingi. „FH og Valur eru bæði frábær lið. Eftir að spila með Lilleström vill maður fara að keppa um titla. Ég átti samtal við Víkinga og þeir voru mjög heiðarlegir við mig í þessu. Ef ég fæ tækifærti til að fara til FH eða Vals verður erfitt fyrir mig að segja nei,“ segir Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30