Gamla eða nýja Ísland Þröstur Ólafsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar eru hafnar. Það mun verða ljóst af málefnasamningnum, hvort komandi ríkisstjórn endurspeglar væntingar um nýtt Ísland eða hvort verður um að ræða áframhald þess gamla. Allt frá hruni og fram að umliðnum kosningum hefur þjóðin verið innbyrðis klofin. Til að sætta þjóðina og brúa gjána milli þjóðarinnar og, að hennar mati, rangsnúins samfélagskerfis, þarf umbætur. Gömlu kerfisflokkarnir náðu ekki meirihluta. Þeir munu því ólíklega geta haldið ótrauðir áfram með gömlu uppskriftina. Misvægi atkvæða er þeim í hag. Sterk kosningastaða þeirra er m.a. misvæginu að þakka. Hver afstaða VG verður í þessum málum, verði þeim kippt um borð, er óljóst. Af ummælum sumra alþingismanna flokksins fyrir kosningar var ljóst að þar fóru einarðir stuðningsmenn búvörusamningsins. Fyrrverandi formaður VG hefur einnig haft lítinn áhuga á jöfnun atkvæðisréttar. Málefnasamningurinn Með nýjum málefnasamningi koma skýr skilaboð. Það eru fáein mikilvæg mál sem tekið verður eftir hvernig ákveðin verða. Allt eru það mál sem við höfum deilt um lengi en verða þjóðinni að fótakefli meðan ekki nást þær málamiðlanir, sem gera þjóðina sátta að kalla. Jöfnun atkvæðavægis: Jafna verður vægi atkvæða milli kjördæma. Misvægi atkvæða eftir búsetu er mikið óréttlæti. Flestar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa leyst það fyrir öld eða fjölmörgum áratugum síðan. Við búum við almennan en þó ekki jafnan kosningarrétt. Það er hneisa. Alþingi endurspeglar ekki þjóðina sem heild og lögin sem þaðan koma ekki heldur. Alþingi Íslendinga er því ekki þjóðþing í þess göfugustu merkingu. Þótt ekkert annað yrði gert í stjórnarskrármálinu en þetta, væri það góður áfangi. Auðlindagjald: Finna þarf sátt um greiðslu fyrir einkaafnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Mest brennur á sanngjörnum greiðslum fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem eru í einhverju eðlilegu samræmi við gjöfulleika hennar. Alþingi samþykkti metnaðarfull lög um verndun og stjórnun fiskveiða, sem gert hefur nýtingu auðlindarinnar mun arðbærari en áður. Það eru einkum þessi lög sem eru grundvöllur hins mikla arðs sem fiskimiðin gefa. Sanngjarnt afgjald er ein af forsendum þess að geta endurreist heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Búvörusamningurinn: Fátt vegur þyngra í buddu almennings en matvöruverð. Verðlagning, framleiðsla og innflutningur matvöru skiptir afkomu almennings mestu máli. Lág laun má gera þolanlegri með lækkun framfærslukostnaðar. Núverandi landbúnaðarkerfi sóar miklum verðmætum, ekki hvað síst í mikilli offramleiðslu á lambakjöti; Kerfið er rándýrt. Það er ekki umhverfisvænt og heldur fjölda bænda við hokur. Finna þarf leið til að endurskoða búvörulögin þannig að við fáum heilbrigðan og sæmilega arðbæran landbúnað. Það yrði mikilvægt skref inn í væntanlegar kjaraviðræður. Heilbrigðismál: Endurreisn heilbrigðiskerfisins og bygging nýs Landspítala verður að vera forgangsverkefni. Búið er að eyða allt of löngum tíma í deilur um staðsetningu hans, deilur sem litlu máli skipta og eru afar ófrjóar. Þær skila ekki niðurstöðum, því þær byggjast á persónulegum skoðunum. Þær þjóna deilugirni okkar meir en efninu sjálfu. Búið er að eyða löngum og dýrmætum tíma í undirbúning sem þyrfti að hefja að nýju verði ný staðsetning ákveðin. Það mun örugglega seinka verkefninu um árabil. Þjóðin vill og þarf nýjan spítala, sem fyrst. Fjármálakerfið: Mig rekur ekki minni til þess að nokkuð bitastætt hafi komið fram í kosningabaráttunni um framtíðarskipan fjármálakerfisins eftir að gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin. Hér er þó á ferð feikna mikilvægt mál. Þrír stórir bankar sem, vegna smæðar íslenska hagkerfisins, verða að leita verkefna erlendis, gætu á ný vaxið hagkerfi okkar yfir höfuð eins og gerðist fyrir hrun. Þetta þarf að koma í veg fyrir. Í þessu samhengi er einkavæðing ekki gilt úrræði. Það myndi frekar ausa olíu á eldinn. Parísarsáttmálinn og umhverfismál: Ekki var gamla ríkisstjórnin afkastamikil þegar að umhverfismálum kom. Lítið liggur fyrir um hvernig við ætlum að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Verndun sjávarins, vatnsfalla, votlendis og gróðurs verður að taka alvarlega og leggja fram sannfærandi aðgerðaáætlun um úrbætur. Þetta gæti orðið upphaf nýs samfélagssáttmála, sem síðan yrði fyllt frekar út í. Hér vantar t.d bæði skóla- og fræðslumál sem og Evrópumál. Aðalatriðið er að hefjast handa. Nú gæti verið tækifærið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar eru hafnar. Það mun verða ljóst af málefnasamningnum, hvort komandi ríkisstjórn endurspeglar væntingar um nýtt Ísland eða hvort verður um að ræða áframhald þess gamla. Allt frá hruni og fram að umliðnum kosningum hefur þjóðin verið innbyrðis klofin. Til að sætta þjóðina og brúa gjána milli þjóðarinnar og, að hennar mati, rangsnúins samfélagskerfis, þarf umbætur. Gömlu kerfisflokkarnir náðu ekki meirihluta. Þeir munu því ólíklega geta haldið ótrauðir áfram með gömlu uppskriftina. Misvægi atkvæða er þeim í hag. Sterk kosningastaða þeirra er m.a. misvæginu að þakka. Hver afstaða VG verður í þessum málum, verði þeim kippt um borð, er óljóst. Af ummælum sumra alþingismanna flokksins fyrir kosningar var ljóst að þar fóru einarðir stuðningsmenn búvörusamningsins. Fyrrverandi formaður VG hefur einnig haft lítinn áhuga á jöfnun atkvæðisréttar. Málefnasamningurinn Með nýjum málefnasamningi koma skýr skilaboð. Það eru fáein mikilvæg mál sem tekið verður eftir hvernig ákveðin verða. Allt eru það mál sem við höfum deilt um lengi en verða þjóðinni að fótakefli meðan ekki nást þær málamiðlanir, sem gera þjóðina sátta að kalla. Jöfnun atkvæðavægis: Jafna verður vægi atkvæða milli kjördæma. Misvægi atkvæða eftir búsetu er mikið óréttlæti. Flestar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa leyst það fyrir öld eða fjölmörgum áratugum síðan. Við búum við almennan en þó ekki jafnan kosningarrétt. Það er hneisa. Alþingi endurspeglar ekki þjóðina sem heild og lögin sem þaðan koma ekki heldur. Alþingi Íslendinga er því ekki þjóðþing í þess göfugustu merkingu. Þótt ekkert annað yrði gert í stjórnarskrármálinu en þetta, væri það góður áfangi. Auðlindagjald: Finna þarf sátt um greiðslu fyrir einkaafnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Mest brennur á sanngjörnum greiðslum fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem eru í einhverju eðlilegu samræmi við gjöfulleika hennar. Alþingi samþykkti metnaðarfull lög um verndun og stjórnun fiskveiða, sem gert hefur nýtingu auðlindarinnar mun arðbærari en áður. Það eru einkum þessi lög sem eru grundvöllur hins mikla arðs sem fiskimiðin gefa. Sanngjarnt afgjald er ein af forsendum þess að geta endurreist heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Búvörusamningurinn: Fátt vegur þyngra í buddu almennings en matvöruverð. Verðlagning, framleiðsla og innflutningur matvöru skiptir afkomu almennings mestu máli. Lág laun má gera þolanlegri með lækkun framfærslukostnaðar. Núverandi landbúnaðarkerfi sóar miklum verðmætum, ekki hvað síst í mikilli offramleiðslu á lambakjöti; Kerfið er rándýrt. Það er ekki umhverfisvænt og heldur fjölda bænda við hokur. Finna þarf leið til að endurskoða búvörulögin þannig að við fáum heilbrigðan og sæmilega arðbæran landbúnað. Það yrði mikilvægt skref inn í væntanlegar kjaraviðræður. Heilbrigðismál: Endurreisn heilbrigðiskerfisins og bygging nýs Landspítala verður að vera forgangsverkefni. Búið er að eyða allt of löngum tíma í deilur um staðsetningu hans, deilur sem litlu máli skipta og eru afar ófrjóar. Þær skila ekki niðurstöðum, því þær byggjast á persónulegum skoðunum. Þær þjóna deilugirni okkar meir en efninu sjálfu. Búið er að eyða löngum og dýrmætum tíma í undirbúning sem þyrfti að hefja að nýju verði ný staðsetning ákveðin. Það mun örugglega seinka verkefninu um árabil. Þjóðin vill og þarf nýjan spítala, sem fyrst. Fjármálakerfið: Mig rekur ekki minni til þess að nokkuð bitastætt hafi komið fram í kosningabaráttunni um framtíðarskipan fjármálakerfisins eftir að gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin. Hér er þó á ferð feikna mikilvægt mál. Þrír stórir bankar sem, vegna smæðar íslenska hagkerfisins, verða að leita verkefna erlendis, gætu á ný vaxið hagkerfi okkar yfir höfuð eins og gerðist fyrir hrun. Þetta þarf að koma í veg fyrir. Í þessu samhengi er einkavæðing ekki gilt úrræði. Það myndi frekar ausa olíu á eldinn. Parísarsáttmálinn og umhverfismál: Ekki var gamla ríkisstjórnin afkastamikil þegar að umhverfismálum kom. Lítið liggur fyrir um hvernig við ætlum að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Verndun sjávarins, vatnsfalla, votlendis og gróðurs verður að taka alvarlega og leggja fram sannfærandi aðgerðaáætlun um úrbætur. Þetta gæti orðið upphaf nýs samfélagssáttmála, sem síðan yrði fyllt frekar út í. Hér vantar t.d bæði skóla- og fræðslumál sem og Evrópumál. Aðalatriðið er að hefjast handa. Nú gæti verið tækifærið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun