Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Anton Egilsson skrifar 27. nóvember 2016 20:45 Magni Böðvar Þorvaldsson. Mynd: Jacksonville Sheriff'sOffice Hinn 42 ára gamli Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórida sökum gruns um morð. Rætt er um málið við unnustu Magna, Söru Hatt, í viðtali á Stundinni en hún segir hann saklausan af ásökununum. Magni hefur verið í haldi lögreglu í tíu daga en hann er grunaður um að hafa banað hinni 43 ára gömlu Sherry Prather árið 2012 en hún er sögð hafa látist af völdum skotvopns. Seinast sást til konunnar á lífi er hún yfirgaf næturklúbb ásamt Magna þann 12. október árið 2012. Í nóvember á sama ári fékk lögregla svo upplýsingar um líkfund í nálægi við Braddock Road í Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather eftir nánari skoðun.Vísbendingar tveggja vitna ýttu undir grunMagni var yfirheyrður af lögreglu vegna málsins stuttu eftir að lík konunnar fannst en hún taldi ekki ástæðu til að halda honum að svo stöddu. Sagðist hann við yfirheyrslur hafa skutlað Prather heim eftir að þau yfirgáfu næturklúbbinn saman á mótorhjóli hans. Tvö vitni sem gáfu sig fram við lögreglu, annað árið 2014 og hitt á þessu ári, gáfu svo vísbendingar sem leiddu til þess að lögregla hafði Magna undir sterkum grun um að hafa framið morðið. First Coast News greinir frá þessu. Nú fjórum árum eftir líkfundinn hefur lögreglan handtekið Magna og ákært fyrir morðið á Prather. Verði hann fundinn sekur af morðinu á hann yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Flórídafanginn Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Hinn 42 ára gamli Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórida sökum gruns um morð. Rætt er um málið við unnustu Magna, Söru Hatt, í viðtali á Stundinni en hún segir hann saklausan af ásökununum. Magni hefur verið í haldi lögreglu í tíu daga en hann er grunaður um að hafa banað hinni 43 ára gömlu Sherry Prather árið 2012 en hún er sögð hafa látist af völdum skotvopns. Seinast sást til konunnar á lífi er hún yfirgaf næturklúbb ásamt Magna þann 12. október árið 2012. Í nóvember á sama ári fékk lögregla svo upplýsingar um líkfund í nálægi við Braddock Road í Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather eftir nánari skoðun.Vísbendingar tveggja vitna ýttu undir grunMagni var yfirheyrður af lögreglu vegna málsins stuttu eftir að lík konunnar fannst en hún taldi ekki ástæðu til að halda honum að svo stöddu. Sagðist hann við yfirheyrslur hafa skutlað Prather heim eftir að þau yfirgáfu næturklúbbinn saman á mótorhjóli hans. Tvö vitni sem gáfu sig fram við lögreglu, annað árið 2014 og hitt á þessu ári, gáfu svo vísbendingar sem leiddu til þess að lögregla hafði Magna undir sterkum grun um að hafa framið morðið. First Coast News greinir frá þessu. Nú fjórum árum eftir líkfundinn hefur lögreglan handtekið Magna og ákært fyrir morðið á Prather. Verði hann fundinn sekur af morðinu á hann yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist.
Flórídafanginn Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira