Sport

Ragnarök fóru með sigur af hólmi gegn þýskum mótherjum í hjólaskautarallý

Anton Egilsson skrifar
Frá leiknum í Hertz höllinni gær.
Frá leiknum í Hertz höllinni gær. Ragnarök/Eyjólfur Garðarsson
Keppt var í roller derby eða svokölluðu hjólaskautarallý í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi í gær. Þar keppti íslenska liðið Ragnarök á móti þýskum mótherjum í liðinu Maniac Monsters Mainz. Lyktaði leiknum með  stórsigri Ragnaraka sem fékk 349 stig gegn 127 stigum andstæðingana.

Vinsældir íþróttagreinarinnar fara vaxandi hér á landi og er Ísland meðal annars með landslið í greininni. Í hjólaskautarallý eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að hringa andstæðingana.

Það var hart barist.Ragnarök/Eyjólfur Garðarsson
Margir aðdáendur hvöttu íslenska liðið til dáða.Ragnarök/Eyjólfur Garðarsson
Dómarar ráða ráðum sínum.Ragnarök/Eyjólfur Garðarsson
Harka færist í leikinn.Ragnarök/Eyjólfur Garðarsson
Stelpurnar í Ragnarökum voru vígalegar.Ragnarök/Eyjólfur Garðarsson
Dómararnir léku líka listir sínarRagnarök/Eyjólfur Garðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×