Ellefu ára Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun