Henrik Larsson hættur eftir að stuðningsmennirnir réðust á son hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 07:30 Feðgarnir Henrik og Jordan Larsson ganga hér af velli eftir leikinn umrædda. Vísir/EPA Henrik Larsson er hættur sem þjálfari sænska fótboltaliðsins Helsingborg en það kemur ekki mikið á óvart eftir atburði síðustu helgar. 23 ára vera Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni endaði á sunnudaginn þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Halmstad og féll úr deildinni. Það var ekki nóg með að Henrik Larsson færi lið Helsingborg-liðið niður um deild heldur var einnig ráðist á soninn hans eftir leikinn. Jordan Larsson er 19 ára sonur Henrik Larsson lenti í grímuklæddum og öskureiðum stuðningsmönnum eftir leikinn og skipti þá engu að strákurinn hafi skorað í leiknum. Áhorfendurnir rifu af honum treyjuna og virtust vera að tjá óánægðu sína með feðgana á táknrænan en um leið óásættanlegan hátt. Hinn 45 ára gamli Henrik Larsson reyndi að koma drengnum til bjargar en varð þá einnig fyrir barðinu á þessum ósáttu stuðningsmönnum. Henrik var óhræddur við að setja pressu á soninn með því að skýra hann eftir NBA-körfuboltahetjunni Michael Jordan en strákurinn var byrjaður að spila hjá Helsingborg áður en pabbi hans varð þjálfari liðsins. Henrik Larsson, lék á sínum tíma fyrir lið Feyenoord, Celtic, Barcelona og Manchester United, en hann sló fyrst í gegn Helsingborgs IF þar sem hann skoraði 50 mörk í 56 leikjum frá 1992 til 1993. Henrik Larsson er fæddur í Helsingborg og ein allra stærsta íþróttastjarna borgarinnar en það hjálpaði lítið þegar þú ert búinn að fara með liðið niður. Henrik Larsson stýrði Helsingborg-liðinu frá 1. janúar 2015 og undir hans stjórn vann liðið 22 af 68 leikjum sínum en tapaði 34. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Henrik Larsson er hættur sem þjálfari sænska fótboltaliðsins Helsingborg en það kemur ekki mikið á óvart eftir atburði síðustu helgar. 23 ára vera Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni endaði á sunnudaginn þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Halmstad og féll úr deildinni. Það var ekki nóg með að Henrik Larsson færi lið Helsingborg-liðið niður um deild heldur var einnig ráðist á soninn hans eftir leikinn. Jordan Larsson er 19 ára sonur Henrik Larsson lenti í grímuklæddum og öskureiðum stuðningsmönnum eftir leikinn og skipti þá engu að strákurinn hafi skorað í leiknum. Áhorfendurnir rifu af honum treyjuna og virtust vera að tjá óánægðu sína með feðgana á táknrænan en um leið óásættanlegan hátt. Hinn 45 ára gamli Henrik Larsson reyndi að koma drengnum til bjargar en varð þá einnig fyrir barðinu á þessum ósáttu stuðningsmönnum. Henrik var óhræddur við að setja pressu á soninn með því að skýra hann eftir NBA-körfuboltahetjunni Michael Jordan en strákurinn var byrjaður að spila hjá Helsingborg áður en pabbi hans varð þjálfari liðsins. Henrik Larsson, lék á sínum tíma fyrir lið Feyenoord, Celtic, Barcelona og Manchester United, en hann sló fyrst í gegn Helsingborgs IF þar sem hann skoraði 50 mörk í 56 leikjum frá 1992 til 1993. Henrik Larsson er fæddur í Helsingborg og ein allra stærsta íþróttastjarna borgarinnar en það hjálpaði lítið þegar þú ert búinn að fara með liðið niður. Henrik Larsson stýrði Helsingborg-liðinu frá 1. janúar 2015 og undir hans stjórn vann liðið 22 af 68 leikjum sínum en tapaði 34.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira