Finnst góður andi ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Mario Chaves flutti nýverið til Íslands og segist hafa fengið hlýjar viðtökur hjá Icelandair og hjá Íslendingum. Vísir/Anton „Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira