Tilraunir eru ekki ávísun á árangur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun