Þetta eru liðin sem United og Tottenham geta mætt í 32 liða úrslitunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2016 08:30 Paul Pogba og félagar komust áfram með sigri í lokaumferðinni. vísir/getty Manchester United og Tottenham verða einu ensku liðin í pottinum þegar dregið verður til 32 liða úrslita Evrópudeildarinnar á mánudaginn en United tryggði sér farseðilinn í útsláttarkeppnina með því að vinna Zoyra frá Luhans, 2-0, á útivelli í gær. United náði samt aðeins öðru sætinu í sínum riðli og verður því í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður á mánudaginn. Tottenham verður aftur á móti í efri styrkleikaflokki en lið úr efri og neðri verða dregin á móti hvort öðru. Tottenham og Manchester United geta aftur á móti ekki mætt hvort öðru því reglur Evrópudeildarinnar kveða á um að lið frá sama landi geta ekki mæst í 32 liða úrslitum keppninnar. Lið úr sama riðli geta heldur ekki mæst og fær United því ekki Fenerbache í fyrstu umferð útsláttarkeppnninnar. Í efri styrkleikaflokknum verða sigurvegarar riðlanna tólf og fjögur bestu liðin sem höfnuðu í þriðja sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tottenham er þar með þriðja besta árangurinn og er því í efri styrkleikaflokknum. Manchester United getur því mætt ellefu af tólf sigurvegurum riðlanna og þremur af fjórum liðum sem koma úr Meistaradeildinni en það verður ekki dregið gegn Fenerbache eða Tottenham. Tottenham getur aftur á móti mætt fimmtán liðum af sextán í neðri styrkleikaflokknum, bara ekki Manchester United.Liðin sem Manchester United getur mætt:Úr Evrópudeildinni: Apoel Nicosia, Saint-Étienne, Zenit Saint Petersburg, Roma, Athletic Bilbao/Genk*, Ajax, Shakhtar Donetsk, Schalke, Fiorentina, Sparta Prague og Osmanlispor.Úr Meistaradeildinni: FC Kaupmannahöfn, Lyon og BesiktasLiðin sem Tottenham getur mætt:Úr Evrópudeildinni: Olympiakcos, Anderlecht, AZ Alkmaar, Astra Giurgiu, Genk, Celta Vigo, Gent, Krasnodar, PAOK, Haopel Beer Sheva, Villareal.Úr Meistaradeildinni: Rostov, Borussia Mönchengladbach, Legia Varsjá, Ludogorets Grazgrad*Vegna þoku var leik Sassuolo og Genk frestað til 11.30 í dag en með sigri nær Genk efsta sætinu í riðlinum af Bilbao. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liðin sem komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar | Bara tvö ensk lið í pottinum Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. 8. desember 2016 22:15 Fyrsta mark Mkhitaryan og Manchester United fór áfram Henrikh Mkhitaryan skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar með 2-0 útisigur á Zorya Luhansk. 8. desember 2016 19:45 Mourinho: Mkhitaryan að sýna gæðin sem við vissum að við keyptum Armenski landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United í gærkvöldi er liðið komst áfram í Evrópudeildinni. 9. desember 2016 07:30 Völlurinn í Úkraínu "eins og grjót“ | United spilar í kvöld Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að leikur Zorya Luhansk og Manchester United muni fara fram í kvöld. 8. desember 2016 13:00 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Manchester United og Tottenham verða einu ensku liðin í pottinum þegar dregið verður til 32 liða úrslita Evrópudeildarinnar á mánudaginn en United tryggði sér farseðilinn í útsláttarkeppnina með því að vinna Zoyra frá Luhans, 2-0, á útivelli í gær. United náði samt aðeins öðru sætinu í sínum riðli og verður því í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður á mánudaginn. Tottenham verður aftur á móti í efri styrkleikaflokki en lið úr efri og neðri verða dregin á móti hvort öðru. Tottenham og Manchester United geta aftur á móti ekki mætt hvort öðru því reglur Evrópudeildarinnar kveða á um að lið frá sama landi geta ekki mæst í 32 liða úrslitum keppninnar. Lið úr sama riðli geta heldur ekki mæst og fær United því ekki Fenerbache í fyrstu umferð útsláttarkeppnninnar. Í efri styrkleikaflokknum verða sigurvegarar riðlanna tólf og fjögur bestu liðin sem höfnuðu í þriðja sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tottenham er þar með þriðja besta árangurinn og er því í efri styrkleikaflokknum. Manchester United getur því mætt ellefu af tólf sigurvegurum riðlanna og þremur af fjórum liðum sem koma úr Meistaradeildinni en það verður ekki dregið gegn Fenerbache eða Tottenham. Tottenham getur aftur á móti mætt fimmtán liðum af sextán í neðri styrkleikaflokknum, bara ekki Manchester United.Liðin sem Manchester United getur mætt:Úr Evrópudeildinni: Apoel Nicosia, Saint-Étienne, Zenit Saint Petersburg, Roma, Athletic Bilbao/Genk*, Ajax, Shakhtar Donetsk, Schalke, Fiorentina, Sparta Prague og Osmanlispor.Úr Meistaradeildinni: FC Kaupmannahöfn, Lyon og BesiktasLiðin sem Tottenham getur mætt:Úr Evrópudeildinni: Olympiakcos, Anderlecht, AZ Alkmaar, Astra Giurgiu, Genk, Celta Vigo, Gent, Krasnodar, PAOK, Haopel Beer Sheva, Villareal.Úr Meistaradeildinni: Rostov, Borussia Mönchengladbach, Legia Varsjá, Ludogorets Grazgrad*Vegna þoku var leik Sassuolo og Genk frestað til 11.30 í dag en með sigri nær Genk efsta sætinu í riðlinum af Bilbao.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liðin sem komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar | Bara tvö ensk lið í pottinum Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. 8. desember 2016 22:15 Fyrsta mark Mkhitaryan og Manchester United fór áfram Henrikh Mkhitaryan skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar með 2-0 útisigur á Zorya Luhansk. 8. desember 2016 19:45 Mourinho: Mkhitaryan að sýna gæðin sem við vissum að við keyptum Armenski landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United í gærkvöldi er liðið komst áfram í Evrópudeildinni. 9. desember 2016 07:30 Völlurinn í Úkraínu "eins og grjót“ | United spilar í kvöld Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að leikur Zorya Luhansk og Manchester United muni fara fram í kvöld. 8. desember 2016 13:00 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Liðin sem komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar | Bara tvö ensk lið í pottinum Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. 8. desember 2016 22:15
Fyrsta mark Mkhitaryan og Manchester United fór áfram Henrikh Mkhitaryan skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar með 2-0 útisigur á Zorya Luhansk. 8. desember 2016 19:45
Mourinho: Mkhitaryan að sýna gæðin sem við vissum að við keyptum Armenski landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United í gærkvöldi er liðið komst áfram í Evrópudeildinni. 9. desember 2016 07:30
Völlurinn í Úkraínu "eins og grjót“ | United spilar í kvöld Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að leikur Zorya Luhansk og Manchester United muni fara fram í kvöld. 8. desember 2016 13:00