Fjársvelti mun lama Landhelgisgæsluna Svavar Hávarðsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Að óbreyttu mun sú staða koma upp að ekki verður hægt að koma nauðstöddum til aðstoðar, segir forstjóri LHG. vísir/vilhelm „Afleiðingar þessa, verði frumvarpið að lögum, eru að skila þarf þyrlu, ekki verður unnt að gera út nema eitt varðskip og aðeins hluta úr ári og segja þarf upp tugum starfsmanna sem hafa hlotið verðmæta þjálfun og reynslu. Fari svo er um að ræða mikið tjón sem erfitt verður að bæta. Ljóst er að sú staða mun koma upp á einhverjum tímapunkti að Landhelgisgæslan getur ekki siglt varðskipi á strandstaði, flogið þyrlu út á sjó að sækja sjómenn í vanda eða komið týndum og slösuðum til aðstoðar á landi þegar kallið berst.“ Þetta eru viðbrögð forstjóra Landhelgisgæslunnar, Georgs Lárussonar, þegar hann er spurður um nýframlagt fjárlagafrumvarp. Í texta frumvarpsins er með skýrum hætti farið í gegnum þarfir Gæslunnar til næstu ára, og hversu gríðarleg þörf er á að bæta stöðu stofnunarinnar umtalsvert – bæði með tilliti til löggæslu á hafi og leitar- og björgunarþjónustu. Þrátt fyrir þá upptalningu er það tekið fram að „ekki gefst tækifæri til að auka fjárveitingar“ hvað báða þessa þætti varðar árið 2017.Georg LárussonGeorg segir jafnframt að í ljósi framlagðs fjárlagafrumvarps sé staða Landhelgisgæslunnar grafalvarleg og verði það að lögum sé „allt sem bendir til þess að Landhelgisgæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands“, eins og segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjárframlög til Landhelgisgæslu Íslands hafa verið skorin niður um 30 prósent frá árinu 2009 sem nemur um 1.200 milljónum króna. Á sama tíma hafa verkefni Landhelgisgæslunnar stóraukist, meðal annars vegna gífurlegrar fjölgunar ferðamanna og mikillar aukningar í siglingum á leitar- og björgunarsvæði Íslands. Gæslan hefur allt frá árinu 2010 aflað sértekna í útlöndum til að mæta þessum niðurskurði að hluta. „Með því móti tókst að halda uppi lágmarks björgunar- og öryggisþjónustu, mannskap í þjálfun og viðhalda verðmætum tækjum. Nú er svo komið að skip Landhelgisgæslunnar sem notuð hafa verið til þeirra verkefna eru orðin of gömul og því ekki lengur gjaldgeng á erlendum markaði. Af þeim sökum verður Landhelgisgæslan af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári. Til að bæta það upp og leita leiða til að rétt halda í horfinu með lágmarks viðbragði vegna leitar og björgunar, óskaði Landhelgisgæslan eftir hækkuðu fjárframlagi sem nemur 300 milljónum króna.Stöðumat Gæslunnar í frumvarpi til fjárlagaSamkvæmt framlögðu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir þeirri hækkun,“ segir Georg og bætir við að Gæslan leggi traust sitt á nýkjörið þing. Að óbreyttu sé verið að kasta gríðarlegum verðmætum í grunnstoðum samfélagsins fyrir róða í skiptum fyrir tiltölulega litlar upphæðir. „Það er nauðsynlegt að hér sé lágmarks björgunargeta og Íslendingar sem sjálfstæð þjóð geta ekki látið það um sig spyrjast að hún geti ekki bjargað sér sjálf né þeim gestum sem koma til landsins eða sigla á hafsvæðum okkar,“ segir Georg. Í fjárlagafrumvarpinu sjálfu kemur fram að aðhaldskrafa milli áranna 2009 og 2015 nemur um það bil 1,2 milljörðum króna. Því má ætla að til að ná sama stað og Landhelgisgæslan var á fyrir hrun vanti að minnsta kosti sömu upphæð inn í reksturinn – og er þá ekki tekið tillit til stóraukinna verkefna Gæslunnar vegna ferðamannastraumsins til landsins og fleiri þátta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
„Afleiðingar þessa, verði frumvarpið að lögum, eru að skila þarf þyrlu, ekki verður unnt að gera út nema eitt varðskip og aðeins hluta úr ári og segja þarf upp tugum starfsmanna sem hafa hlotið verðmæta þjálfun og reynslu. Fari svo er um að ræða mikið tjón sem erfitt verður að bæta. Ljóst er að sú staða mun koma upp á einhverjum tímapunkti að Landhelgisgæslan getur ekki siglt varðskipi á strandstaði, flogið þyrlu út á sjó að sækja sjómenn í vanda eða komið týndum og slösuðum til aðstoðar á landi þegar kallið berst.“ Þetta eru viðbrögð forstjóra Landhelgisgæslunnar, Georgs Lárussonar, þegar hann er spurður um nýframlagt fjárlagafrumvarp. Í texta frumvarpsins er með skýrum hætti farið í gegnum þarfir Gæslunnar til næstu ára, og hversu gríðarleg þörf er á að bæta stöðu stofnunarinnar umtalsvert – bæði með tilliti til löggæslu á hafi og leitar- og björgunarþjónustu. Þrátt fyrir þá upptalningu er það tekið fram að „ekki gefst tækifæri til að auka fjárveitingar“ hvað báða þessa þætti varðar árið 2017.Georg LárussonGeorg segir jafnframt að í ljósi framlagðs fjárlagafrumvarps sé staða Landhelgisgæslunnar grafalvarleg og verði það að lögum sé „allt sem bendir til þess að Landhelgisgæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands“, eins og segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjárframlög til Landhelgisgæslu Íslands hafa verið skorin niður um 30 prósent frá árinu 2009 sem nemur um 1.200 milljónum króna. Á sama tíma hafa verkefni Landhelgisgæslunnar stóraukist, meðal annars vegna gífurlegrar fjölgunar ferðamanna og mikillar aukningar í siglingum á leitar- og björgunarsvæði Íslands. Gæslan hefur allt frá árinu 2010 aflað sértekna í útlöndum til að mæta þessum niðurskurði að hluta. „Með því móti tókst að halda uppi lágmarks björgunar- og öryggisþjónustu, mannskap í þjálfun og viðhalda verðmætum tækjum. Nú er svo komið að skip Landhelgisgæslunnar sem notuð hafa verið til þeirra verkefna eru orðin of gömul og því ekki lengur gjaldgeng á erlendum markaði. Af þeim sökum verður Landhelgisgæslan af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári. Til að bæta það upp og leita leiða til að rétt halda í horfinu með lágmarks viðbragði vegna leitar og björgunar, óskaði Landhelgisgæslan eftir hækkuðu fjárframlagi sem nemur 300 milljónum króna.Stöðumat Gæslunnar í frumvarpi til fjárlagaSamkvæmt framlögðu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir þeirri hækkun,“ segir Georg og bætir við að Gæslan leggi traust sitt á nýkjörið þing. Að óbreyttu sé verið að kasta gríðarlegum verðmætum í grunnstoðum samfélagsins fyrir róða í skiptum fyrir tiltölulega litlar upphæðir. „Það er nauðsynlegt að hér sé lágmarks björgunargeta og Íslendingar sem sjálfstæð þjóð geta ekki látið það um sig spyrjast að hún geti ekki bjargað sér sjálf né þeim gestum sem koma til landsins eða sigla á hafsvæðum okkar,“ segir Georg. Í fjárlagafrumvarpinu sjálfu kemur fram að aðhaldskrafa milli áranna 2009 og 2015 nemur um það bil 1,2 milljörðum króna. Því má ætla að til að ná sama stað og Landhelgisgæslan var á fyrir hrun vanti að minnsta kosti sömu upphæð inn í reksturinn – og er þá ekki tekið tillit til stóraukinna verkefna Gæslunnar vegna ferðamannastraumsins til landsins og fleiri þátta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira