Hvað býr að baki auglýsingu um að 65 dagar séu til jóla? Baldur Björnsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Tengdar fréttir Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun