Landspítali leitar til ráðherra um skerðingu á þjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 19:00 Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira