Mig hefur alltaf langað til að verða prestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 09:45 María Rut verður vígð til prests í byrjun nýs árs og heldur þá á ný mið. Vísir/Eyþór María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira
María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira