Raunhæft að komast á stórmót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið sem keppir í forkeppni fyrir HM 2017 í Færeyjum um helgina. vísir/ernir Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag. Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira