Bannið vandræðaskatta í stjórnarskrá Helgi Tómasson skrifar 2. desember 2016 07:00 Á Íslandi er nýafstaðin kosningabarátta þar sem metnaðarfullir stjórnmálamenn kepptust um að skuldbinda ríkið til útgjalda. Það þurfa að vera skatttekjur á móti þessum útgjöldum og ber að reyna að afla þeirra tekna með sem skynsamlegustum hætti. Í Danmörku er nýlokið stjórnarkreppu þar sem meðal annars var tekist á um skattamál. Stjórnmálamenn þar í landi eru að miklu leyti sammála um æskilegar megináherslur. Flokkum gengur hins vegar illa að ganga í takt að markmiðinu. Nú síðast var deiluefnið vandræðaskattur á fasteignir. Á síðustu 20 árum hafa fasteignir, lóðir o.s.frv. hækkað langt umfram verðlag í löndum eins og til dæmis Danmörku og Svíþjóð. Ef skattstofn er byggður á metnu verðmæti eigna blasir við að hætt er við að þannig skattar gangi ekki í takt við verðlag og virki sem bóluskattar. Í báðum þessum löndum sáu menn sitt óvænna í umhverfi hækkandi eignaverðs og frystu fasteignaskatta í þeirri krónutölu sem gilti 2001. Ef til vill var þetta hugsað sem tímabundin ráðstöfun en verðhækkanir á eignamörkuðum héldu áfram og á árunum 2005-2008 tóku Svíar ærlega til í skattkerfinu varðandi svona skatta. Allir eignaskattar, skattar á gjafir, erfðir og eignir voru afnumdir og fasteignaskattur til sveitarfélaga skilgreindur í krónutölu, til dæmis ákveðinn krónutölufjöldi á einbýlishús. Hugmyndin er að skattheimta sveitarfélags af fasteign skuli ráðast af þeirri þjónustu sem veitt er en ekki af áætluðum söluhagnaði. Menn höfðu lengi vitað að skattstofnar af þessari gerð eru illkynja. Danir hafa ekki enn verið svo lánsamir að ryðja þessu út úr kerfinu hjá sér. Dönsk sveitarfélög hafa haft til ráðstöfunar ákveðna gerð af lóðaskatti, grundskyld, sem leggst á virði lóðar. Sá skattur hefur ekki verið frystur og hækkað mikið umfram almennt verðlag. Pólitíska slagorðið, að ekki skuli skattleggja fólk út úr húsum sínum (ingen skal beskattes ud af sin bolig) hefur orðið til því lífeyrisþegar í gömlum litlum skuldlausum húsum en með stóra lóð hafa fengið á sig grófar hækkanir langt umfram eigin tekjuþróun. Stjórnmálamenn hafa rætt um að sameina skattstofnana, fasteignaskatt, ejendomsværdiskat, sem reiknast af markaðsvirði íbúðar og lóðarskattinn. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt því að þetta hefði í för með sér skattahækkun hjá sumum og skattalækkun hjá öðrum. Í nýjum stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar er nú talað um að frysta líka lóðarskattinn í krónutölunni sem gilti 2015 (vandræðalending). Upphaflega átti frystingin að gilda til 2020 en nú ræða menn hvernig skattareglunar skuli vera eftir 2020-2025. Hér er sænska útfærslan greinilega vandræðaminni en sú danska. Við höfum heyrt ljótar sögur um lífeyrisþega sem í sínu virka lífi greiddu upp skuldir sínar og þurfa síðan að selja eða veðsetja eignir til að eiga fyrir sköttum. Áður en svona skattar voru lagðir niður í Svíþjóð voru sagðar sögur af netagerðarmönnum sem lentu í því að nýríkir bankamenn keyptu netaskúra við hliðina á þeim og spenntu upp skattstofninn. Hæfni netagerðarmanna til skattgreiðslu jókst ekki vegna ríku nágrannanna. Svipaðar sögur eru nú sagðar í Reykjavík um gamalgróin fyrirtæki sem horfast í augu við að opinberar aðilar hyggi á skattahækkanir vegna þess að verðmat nærliggjandi húsnæði hækkar, eða jafnvel að verið sé að skipta um reikniformúlur við verðmatið. Ef Bill Gates félli frá blasir við að það væri ekki skynsamlegt að þvinga erfingja til að selja mikið magn hlutabréfa til að eiga fyrir sköttum.Hvatning til stjórnarskrársmiða Hópur hugsjónafólks hefur undanfarin ár unnið við endurhönnun stjórnarskrárinnar. Hér er því gullið tækifæri að hnykkja á eignarréttinum í stjórnarskránni þannig að eignaskattar og aðrir slíkir þar sem skattstofninn er matsvirði eignar (erfðaskattur, fasteignaskattur o.fl.) séu fortakslaust bannaðir í stjórnarskrá. Ef skattstofn er matsvirði eignar er um eignaupptöku að ræða. Æskilegt er að fasteignaskattar framtíðarinnar verði þannig að íbúðarkaupendur þyrftu ekki að verða fyrir forsendubresti vegna þess að sveitarstjórn dettur skyndilega í hug að snarhækka skatt á eignir. Ef Íslendingar fara sænsku leiðina í þessu máli væri skynsamlegt að fara í áföngum, t.d. á 5-10 árum, að markinu. Verðhækkun eigna á ekki að vera grundvöllur aukinnar eyðslu, hvorki hjá einkaaðlinum, fyrirtækjum né hinu opinbera. Að minnsta kosti á að fara mjög gætilega á þeirri braut. Annars kann illa að fara þegar verðfallið kemur. Eyðslu á að fjármagna með tekjum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er nýafstaðin kosningabarátta þar sem metnaðarfullir stjórnmálamenn kepptust um að skuldbinda ríkið til útgjalda. Það þurfa að vera skatttekjur á móti þessum útgjöldum og ber að reyna að afla þeirra tekna með sem skynsamlegustum hætti. Í Danmörku er nýlokið stjórnarkreppu þar sem meðal annars var tekist á um skattamál. Stjórnmálamenn þar í landi eru að miklu leyti sammála um æskilegar megináherslur. Flokkum gengur hins vegar illa að ganga í takt að markmiðinu. Nú síðast var deiluefnið vandræðaskattur á fasteignir. Á síðustu 20 árum hafa fasteignir, lóðir o.s.frv. hækkað langt umfram verðlag í löndum eins og til dæmis Danmörku og Svíþjóð. Ef skattstofn er byggður á metnu verðmæti eigna blasir við að hætt er við að þannig skattar gangi ekki í takt við verðlag og virki sem bóluskattar. Í báðum þessum löndum sáu menn sitt óvænna í umhverfi hækkandi eignaverðs og frystu fasteignaskatta í þeirri krónutölu sem gilti 2001. Ef til vill var þetta hugsað sem tímabundin ráðstöfun en verðhækkanir á eignamörkuðum héldu áfram og á árunum 2005-2008 tóku Svíar ærlega til í skattkerfinu varðandi svona skatta. Allir eignaskattar, skattar á gjafir, erfðir og eignir voru afnumdir og fasteignaskattur til sveitarfélaga skilgreindur í krónutölu, til dæmis ákveðinn krónutölufjöldi á einbýlishús. Hugmyndin er að skattheimta sveitarfélags af fasteign skuli ráðast af þeirri þjónustu sem veitt er en ekki af áætluðum söluhagnaði. Menn höfðu lengi vitað að skattstofnar af þessari gerð eru illkynja. Danir hafa ekki enn verið svo lánsamir að ryðja þessu út úr kerfinu hjá sér. Dönsk sveitarfélög hafa haft til ráðstöfunar ákveðna gerð af lóðaskatti, grundskyld, sem leggst á virði lóðar. Sá skattur hefur ekki verið frystur og hækkað mikið umfram almennt verðlag. Pólitíska slagorðið, að ekki skuli skattleggja fólk út úr húsum sínum (ingen skal beskattes ud af sin bolig) hefur orðið til því lífeyrisþegar í gömlum litlum skuldlausum húsum en með stóra lóð hafa fengið á sig grófar hækkanir langt umfram eigin tekjuþróun. Stjórnmálamenn hafa rætt um að sameina skattstofnana, fasteignaskatt, ejendomsværdiskat, sem reiknast af markaðsvirði íbúðar og lóðarskattinn. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt því að þetta hefði í för með sér skattahækkun hjá sumum og skattalækkun hjá öðrum. Í nýjum stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar er nú talað um að frysta líka lóðarskattinn í krónutölunni sem gilti 2015 (vandræðalending). Upphaflega átti frystingin að gilda til 2020 en nú ræða menn hvernig skattareglunar skuli vera eftir 2020-2025. Hér er sænska útfærslan greinilega vandræðaminni en sú danska. Við höfum heyrt ljótar sögur um lífeyrisþega sem í sínu virka lífi greiddu upp skuldir sínar og þurfa síðan að selja eða veðsetja eignir til að eiga fyrir sköttum. Áður en svona skattar voru lagðir niður í Svíþjóð voru sagðar sögur af netagerðarmönnum sem lentu í því að nýríkir bankamenn keyptu netaskúra við hliðina á þeim og spenntu upp skattstofninn. Hæfni netagerðarmanna til skattgreiðslu jókst ekki vegna ríku nágrannanna. Svipaðar sögur eru nú sagðar í Reykjavík um gamalgróin fyrirtæki sem horfast í augu við að opinberar aðilar hyggi á skattahækkanir vegna þess að verðmat nærliggjandi húsnæði hækkar, eða jafnvel að verið sé að skipta um reikniformúlur við verðmatið. Ef Bill Gates félli frá blasir við að það væri ekki skynsamlegt að þvinga erfingja til að selja mikið magn hlutabréfa til að eiga fyrir sköttum.Hvatning til stjórnarskrársmiða Hópur hugsjónafólks hefur undanfarin ár unnið við endurhönnun stjórnarskrárinnar. Hér er því gullið tækifæri að hnykkja á eignarréttinum í stjórnarskránni þannig að eignaskattar og aðrir slíkir þar sem skattstofninn er matsvirði eignar (erfðaskattur, fasteignaskattur o.fl.) séu fortakslaust bannaðir í stjórnarskrá. Ef skattstofn er matsvirði eignar er um eignaupptöku að ræða. Æskilegt er að fasteignaskattar framtíðarinnar verði þannig að íbúðarkaupendur þyrftu ekki að verða fyrir forsendubresti vegna þess að sveitarstjórn dettur skyndilega í hug að snarhækka skatt á eignir. Ef Íslendingar fara sænsku leiðina í þessu máli væri skynsamlegt að fara í áföngum, t.d. á 5-10 árum, að markinu. Verðhækkun eigna á ekki að vera grundvöllur aukinnar eyðslu, hvorki hjá einkaaðlinum, fyrirtækjum né hinu opinbera. Að minnsta kosti á að fara mjög gætilega á þeirri braut. Annars kann illa að fara þegar verðfallið kemur. Eyðslu á að fjármagna með tekjum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun