Félögin í efstu deild vilja ítarlegt uppgjör á EM-peningunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:15 Íslendingar unnu frækinn 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í sumar. Leikurinn var stórskemmtilegur og hádramatískur. Vísir/Vilhelm Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er. EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er.
EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira