Skakka törnin og Pisa Ívar Halldórsson skrifar 19. desember 2016 11:57 Við erum búin að áorka heilmiklu þessa vikuna. Okkur tókst næstum að eyðileggja jólin fyrir kristnum hælisleitanda og dæma hann þar með til dauða í einhvers konar meðvirkni með ákveðinni reglugerð. Hann braut Ramadan hefðina í landi sínu og móðgaði þar trúglaða múslima. Honum var víst nær að setja sig upp á móti múslimum og aðhyllast friðsamleg kristin gildi. Að honum skyldi detta í hug að hann fengi samúð okkar hér, einmitt nú þegar við erum að reyna að sparka kristinni trú út úr skólunum okkar. Hann fær þó að halda jólin hér, en svo sjáum við til hvernig okkur líður eftir jólasteikina. Við skömmuðum fyrrverandi forsætisráðherra opinberlega á Fésinu og gáfum honum okkar faglega álit um heilbrigði hans – honum að kostnaðarlausu. Nú þarf hann ekki að fara í geðrannsókn og borga úr eigin vasa. Það er heppilegt að við erum öll svo miklu betri og heiðarlegri en hann, skynsamari í samskiptum og liprari við fjölmiðla sem aldrei láta okkur og fjölskylduna okkar í friði. Hjá okkur var þetta ekki spurningin um hver okkar syndlausu kastaði fyrsta steininum. Við gættum þess auðvitað að nógu margir hentu í einu þannig að ómögulegt væri að sjá hver grýtti fyrsta hnullungnum. Talandi um geðheilsu þá fannst okkur skynsamlegt að gefa Landspítalanum nægilegt fjárhagslegt svigrúm til geta sagt upp fleiri starfsmönnum, af því að heilbrigðisþjónustan er svo slæm...?! Engin þversögn í þessu. Við erum nefnilega svo samkvæm sjálfum okkur og skynsöm þegar við tökum okkur saman um að leysa stóru málin. Geðheilsa okkar kann góðri lukku að stýra í heilbrigðismálunum alla vega. Okkur fannst ekkert athugavert við að fatlaður einstaklingur þyrfti að ganga níu kílómetra til að komast í strætó. Við erum mörg að ganga þessa vegalengd og jafnvel lengra án þess að hafa hækjur til að styðja okkur við! En við kannski athugum málið núna fyrst hann þurfti endilega að fara að bera fram kæru. Svo er okkur að takast að klára fiskinn í landinu af því að við erum búin að sætta okkur við samningslausa sjómenn frá 2011. Við erum náttúrulega orðin svakalega góð í að mismuna launþegum, hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, tónlistarkennarar eða læknar. Það er svo erfitt að skilja af hverju fólk er ekki tilbúið að vinna fyrir skít á priki í svona fallegu landi þar sem eru norðurljós, Björk Guðmundsdóttir, skyr og allt. Pínu skökk törn hjá okkur og talsvert viðburðarík vika þótt engin finnist ríkisstjórnin fyrir þessa litlu en fyrirferðamiklu eyju. Það er þó gott að vita að jólabókaflóðið gæti náð upp í neðstu greinar jólatrjáa á heimilum landsmanna. Það skyldi þó aldrei vera, að vegna birtingar Pisa-skýrslunnar komist snjallsímarnir í smá jólafrí frá eigendum sínum þessi jól. Kannski komum við betur fram við hvort annað þegar við sjáum að fólkið í landinu er ekki bara prófælar á netinu – heldur einstaklingar af holdi og blóði sem myndu þiggja sanngirni, virðingu og umhyggju. Við getum alltaf gert betur og gerum það eflaust á komandi ári. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum búin að áorka heilmiklu þessa vikuna. Okkur tókst næstum að eyðileggja jólin fyrir kristnum hælisleitanda og dæma hann þar með til dauða í einhvers konar meðvirkni með ákveðinni reglugerð. Hann braut Ramadan hefðina í landi sínu og móðgaði þar trúglaða múslima. Honum var víst nær að setja sig upp á móti múslimum og aðhyllast friðsamleg kristin gildi. Að honum skyldi detta í hug að hann fengi samúð okkar hér, einmitt nú þegar við erum að reyna að sparka kristinni trú út úr skólunum okkar. Hann fær þó að halda jólin hér, en svo sjáum við til hvernig okkur líður eftir jólasteikina. Við skömmuðum fyrrverandi forsætisráðherra opinberlega á Fésinu og gáfum honum okkar faglega álit um heilbrigði hans – honum að kostnaðarlausu. Nú þarf hann ekki að fara í geðrannsókn og borga úr eigin vasa. Það er heppilegt að við erum öll svo miklu betri og heiðarlegri en hann, skynsamari í samskiptum og liprari við fjölmiðla sem aldrei láta okkur og fjölskylduna okkar í friði. Hjá okkur var þetta ekki spurningin um hver okkar syndlausu kastaði fyrsta steininum. Við gættum þess auðvitað að nógu margir hentu í einu þannig að ómögulegt væri að sjá hver grýtti fyrsta hnullungnum. Talandi um geðheilsu þá fannst okkur skynsamlegt að gefa Landspítalanum nægilegt fjárhagslegt svigrúm til geta sagt upp fleiri starfsmönnum, af því að heilbrigðisþjónustan er svo slæm...?! Engin þversögn í þessu. Við erum nefnilega svo samkvæm sjálfum okkur og skynsöm þegar við tökum okkur saman um að leysa stóru málin. Geðheilsa okkar kann góðri lukku að stýra í heilbrigðismálunum alla vega. Okkur fannst ekkert athugavert við að fatlaður einstaklingur þyrfti að ganga níu kílómetra til að komast í strætó. Við erum mörg að ganga þessa vegalengd og jafnvel lengra án þess að hafa hækjur til að styðja okkur við! En við kannski athugum málið núna fyrst hann þurfti endilega að fara að bera fram kæru. Svo er okkur að takast að klára fiskinn í landinu af því að við erum búin að sætta okkur við samningslausa sjómenn frá 2011. Við erum náttúrulega orðin svakalega góð í að mismuna launþegum, hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, tónlistarkennarar eða læknar. Það er svo erfitt að skilja af hverju fólk er ekki tilbúið að vinna fyrir skít á priki í svona fallegu landi þar sem eru norðurljós, Björk Guðmundsdóttir, skyr og allt. Pínu skökk törn hjá okkur og talsvert viðburðarík vika þótt engin finnist ríkisstjórnin fyrir þessa litlu en fyrirferðamiklu eyju. Það er þó gott að vita að jólabókaflóðið gæti náð upp í neðstu greinar jólatrjáa á heimilum landsmanna. Það skyldi þó aldrei vera, að vegna birtingar Pisa-skýrslunnar komist snjallsímarnir í smá jólafrí frá eigendum sínum þessi jól. Kannski komum við betur fram við hvort annað þegar við sjáum að fólkið í landinu er ekki bara prófælar á netinu – heldur einstaklingar af holdi og blóði sem myndu þiggja sanngirni, virðingu og umhyggju. Við getum alltaf gert betur og gerum það eflaust á komandi ári. Gleðileg jól!
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun