Fékk þriggja ára bann fyrir þessa ruddatæklingu á kvenkynsdómara | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 15:30 Vísir/Samsett mynd Bruno Andres Doglioli, fyrirliði ítalska liðsins Rangers Rugby Vicenza, má ekki stunda sína íþrótt næstu þrjú árin og það þarf ekki að koma neitt á óvart eftir að fólk sér myndband af ruddabroti hans. Bruno Andres Doglioli var að spila með liði sínu þegar hann af óskiljanlegum ástæðum ákvað að keyra einn dómarann niður. Doglioli er fyrirliði síns liðs og hlýtur að hafa verið ósáttur við dómara leiksins ef við reyndum að finna einhverja ástæðu fyrir þessari hegðun hans. Dómarinn óheppni var hin 23 ára gamla Maria Beatrice Benvenuti, sem brákaðist á hálsi eftir að höfuð hennar slóst aftur og síðan fram. Doglioli keyrði aftan í bakið á henni og hún sá hann aldrei koma. Þrátt fyrir mikið högg þá harkaði Benvenuti af sér, stóð upp og kláraði leikinn sem er mögnuð staðreynd þegar menn skoða betur höggið sem hún fékk. Doglioli fékk aðeins gult spjald fyrir þessa ruddatæklingu og kláraði leikinn eins og dómarinn. Mál hans lenti aftur á móti inn á borði aganefndar ítalska sambandsins og þar var honum engin vægð sýnd. Þetta er harðasti dómur sem rugby-leikmaður hefur fengið í tuttugu ár en hinn 33 ára gamli Bruno Andres Doglioli var einnig settur í bann hjá sínu félagi. Það er hægt að sjá myndband af ruddatæklingu Doglioli með því að smella á grein The Independent Online eða hér fyrir neðan.Rugby player given three-year ban for disgraceful assault on female referee https://t.co/eqKjifU32k— Indy Sport (@IndySport) December 16, 2016 SALVAJE tackle de rugbier argentino a una árbitro mujer en Italia: lo suspendieron tres años https://t.co/bRzlIbMGbg Bruno Andrés Doglioli pic.twitter.com/0T3bFR95ja— Opy (@OpyMorales) December 15, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Bruno Andres Doglioli, fyrirliði ítalska liðsins Rangers Rugby Vicenza, má ekki stunda sína íþrótt næstu þrjú árin og það þarf ekki að koma neitt á óvart eftir að fólk sér myndband af ruddabroti hans. Bruno Andres Doglioli var að spila með liði sínu þegar hann af óskiljanlegum ástæðum ákvað að keyra einn dómarann niður. Doglioli er fyrirliði síns liðs og hlýtur að hafa verið ósáttur við dómara leiksins ef við reyndum að finna einhverja ástæðu fyrir þessari hegðun hans. Dómarinn óheppni var hin 23 ára gamla Maria Beatrice Benvenuti, sem brákaðist á hálsi eftir að höfuð hennar slóst aftur og síðan fram. Doglioli keyrði aftan í bakið á henni og hún sá hann aldrei koma. Þrátt fyrir mikið högg þá harkaði Benvenuti af sér, stóð upp og kláraði leikinn sem er mögnuð staðreynd þegar menn skoða betur höggið sem hún fékk. Doglioli fékk aðeins gult spjald fyrir þessa ruddatæklingu og kláraði leikinn eins og dómarinn. Mál hans lenti aftur á móti inn á borði aganefndar ítalska sambandsins og þar var honum engin vægð sýnd. Þetta er harðasti dómur sem rugby-leikmaður hefur fengið í tuttugu ár en hinn 33 ára gamli Bruno Andres Doglioli var einnig settur í bann hjá sínu félagi. Það er hægt að sjá myndband af ruddatæklingu Doglioli með því að smella á grein The Independent Online eða hér fyrir neðan.Rugby player given three-year ban for disgraceful assault on female referee https://t.co/eqKjifU32k— Indy Sport (@IndySport) December 16, 2016 SALVAJE tackle de rugbier argentino a una árbitro mujer en Italia: lo suspendieron tres años https://t.co/bRzlIbMGbg Bruno Andrés Doglioli pic.twitter.com/0T3bFR95ja— Opy (@OpyMorales) December 15, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira