Borgarlína og aðrar samgöngulínur Ó. Ingi Tómasson skrifar 16. desember 2016 07:00 Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. Umræðan um samgöngumál hér á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu snúist um fyrirhugaða Borgarlínu, minna hefur verið rætt um aðrar samgönguúrbætur s.s. bætt og betri samgöngumannvirki og því síður hefur verið rætt um aðrar og einfaldari leiðir til að draga úr umferðarhnútum á álagstímum.Borgarlínan Ein af meginforsendum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan sem er hraðvagna- eða lestakerfi í gegnum alla meginása höfuðborgarsvæðisins, markmiðið er að notkun á almenningssamgöngum fari úr 4% árið 2016 í 12% árið 2040. Allar sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu styðja uppbyggingu almenningssamgangna enda þjóðhagslega hagkvæmt og ekki síður umhverfislega mikilvægt að minnka notkun einkabílsins eins og kostur er. Þó svo að markmið Borgarlínunnar náist og veruleg aukning verði á notkun almenningssamgangna má gera ráð fyrir áframhaldandi umferðarteppum á álagstímum. Helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins hafa ekki vaxið í takt við aukna umferð, skort hefur á pólitískan vilja hjá sveitarstjórnum á að þrýsta á úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, áherslan hefur verið á eitthvað annað og því sitjum við föst í umferðinni, á morgnana og svo aftur síðdegis.Einfalda og ódýra leiðin Þar sem fyrirséð er að ekki verður til fjármagn í fjárfrekar framkvæmdir á helstu umferðarmannvirkjum og miklum fjármunum verður varið í almenningssamgöngur á næstu árum þarf að bregðast við vandanum sem við okkur blasir á álagstímum í umferðinni. Öll komumst við greiðlega á milli staða á milli kl. 08:30 og 16:00 og svo aftur frá kl. 17:30 – 07:30. Vandamálið í umferðinni eru tvær og hálf klst. Á álagstímum í umferðinni eru flestir ökumenn annað hvort opinberir starfsmenn eða nemendur, allir þessir ökumenn þurfa að vera mættir eitthvert á sama tíma, og þá helst miðsvæðis í Rvk. Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn. Það sem þarf til er að leggja réttu línuna með samtali og skipulagi, þannig mun sparast fé og dýrmætur tími. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. Umræðan um samgöngumál hér á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu snúist um fyrirhugaða Borgarlínu, minna hefur verið rætt um aðrar samgönguúrbætur s.s. bætt og betri samgöngumannvirki og því síður hefur verið rætt um aðrar og einfaldari leiðir til að draga úr umferðarhnútum á álagstímum.Borgarlínan Ein af meginforsendum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan sem er hraðvagna- eða lestakerfi í gegnum alla meginása höfuðborgarsvæðisins, markmiðið er að notkun á almenningssamgöngum fari úr 4% árið 2016 í 12% árið 2040. Allar sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu styðja uppbyggingu almenningssamgangna enda þjóðhagslega hagkvæmt og ekki síður umhverfislega mikilvægt að minnka notkun einkabílsins eins og kostur er. Þó svo að markmið Borgarlínunnar náist og veruleg aukning verði á notkun almenningssamgangna má gera ráð fyrir áframhaldandi umferðarteppum á álagstímum. Helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins hafa ekki vaxið í takt við aukna umferð, skort hefur á pólitískan vilja hjá sveitarstjórnum á að þrýsta á úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, áherslan hefur verið á eitthvað annað og því sitjum við föst í umferðinni, á morgnana og svo aftur síðdegis.Einfalda og ódýra leiðin Þar sem fyrirséð er að ekki verður til fjármagn í fjárfrekar framkvæmdir á helstu umferðarmannvirkjum og miklum fjármunum verður varið í almenningssamgöngur á næstu árum þarf að bregðast við vandanum sem við okkur blasir á álagstímum í umferðinni. Öll komumst við greiðlega á milli staða á milli kl. 08:30 og 16:00 og svo aftur frá kl. 17:30 – 07:30. Vandamálið í umferðinni eru tvær og hálf klst. Á álagstímum í umferðinni eru flestir ökumenn annað hvort opinberir starfsmenn eða nemendur, allir þessir ökumenn þurfa að vera mættir eitthvert á sama tíma, og þá helst miðsvæðis í Rvk. Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn. Það sem þarf til er að leggja réttu línuna með samtali og skipulagi, þannig mun sparast fé og dýrmætur tími. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar