Framsóknarflokkurinn í 100 ár Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. Baráttan fyrir félagslegu jafnrétti, þar sem hverjum manni er gert kleift að njóta sín í félagi manna, er alltaf verðugt viðfangsefni. Vissan um að samvinna skili okkur betur fram veg, en hverjum fyrir sig, mun ætíð vera grunnstefið í starfi flokksins sem og einkunnarorðin sígildu; manngildi ofar auðgildi. Fyrir hálfri öld var skrifað svo um Framsóknarflokkinn í leiðara Tímans: „Þegar lesnar eru fyrstu stefnuyfirlýsingar þeirra flokka, sem hér risu upp eftir 1916, kemur fljótt í ljós, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem haft hefur varanlegast gildi. Alþýðuflokkurinn játaði trú sína á sósíalisma og ríkisrekstur, en er nú löngu fallinn frá því. Íhaldsflokkurinn (síðar Sjálfstæðisflokkurinn) játaði trú sína á hina óheftu samkeppni og bannfærði flest ríkisafskipti, eins og t.d. aðstoð við íbúðabyggingar. Frá þessu hefur hann nú meira eða minna vikið. Framsóknarflokkurinn játaði trú sína á þjóðlega og alhliða umbótastefnu. Sú stefna er í fullu gildi enn í dag, því að hún bindur sig ekki við augnablikskreddur, heldur fylgist með þróuninni og hefur oftast forustuna um hana.“ Samfylgd með þjóðinni í hundrað ár segir sína sögu. Kannski fyrst og fremst þá, að Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið áhrifamikið afl á vettvangi íslenskra þjóðmála. Það hefur verið gæfa flokksins að honum hefur auðnast að laga sig að breyttum tímum og gert það vel, án þess nokkurn tímann að víkja frá grunngildunum. Og enn stöndum við frammi fyrir áskorunum. Ný ríkisstjórn að loknum kosningum í október hefur ekki enn verið mynduð, önnur staða er uppi á Alþingi en við höfum átt að venjast. Úrslit kosninganna eru vísbending um að mynduð verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri. Milli jaðranna vinstri og hægri í stjórnmálum er miðjan, þungamiðjan. Þar erum við og höfum verið í heila öld. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson Tímamót Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. Baráttan fyrir félagslegu jafnrétti, þar sem hverjum manni er gert kleift að njóta sín í félagi manna, er alltaf verðugt viðfangsefni. Vissan um að samvinna skili okkur betur fram veg, en hverjum fyrir sig, mun ætíð vera grunnstefið í starfi flokksins sem og einkunnarorðin sígildu; manngildi ofar auðgildi. Fyrir hálfri öld var skrifað svo um Framsóknarflokkinn í leiðara Tímans: „Þegar lesnar eru fyrstu stefnuyfirlýsingar þeirra flokka, sem hér risu upp eftir 1916, kemur fljótt í ljós, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem haft hefur varanlegast gildi. Alþýðuflokkurinn játaði trú sína á sósíalisma og ríkisrekstur, en er nú löngu fallinn frá því. Íhaldsflokkurinn (síðar Sjálfstæðisflokkurinn) játaði trú sína á hina óheftu samkeppni og bannfærði flest ríkisafskipti, eins og t.d. aðstoð við íbúðabyggingar. Frá þessu hefur hann nú meira eða minna vikið. Framsóknarflokkurinn játaði trú sína á þjóðlega og alhliða umbótastefnu. Sú stefna er í fullu gildi enn í dag, því að hún bindur sig ekki við augnablikskreddur, heldur fylgist með þróuninni og hefur oftast forustuna um hana.“ Samfylgd með þjóðinni í hundrað ár segir sína sögu. Kannski fyrst og fremst þá, að Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið áhrifamikið afl á vettvangi íslenskra þjóðmála. Það hefur verið gæfa flokksins að honum hefur auðnast að laga sig að breyttum tímum og gert það vel, án þess nokkurn tímann að víkja frá grunngildunum. Og enn stöndum við frammi fyrir áskorunum. Ný ríkisstjórn að loknum kosningum í október hefur ekki enn verið mynduð, önnur staða er uppi á Alþingi en við höfum átt að venjast. Úrslit kosninganna eru vísbending um að mynduð verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri. Milli jaðranna vinstri og hægri í stjórnmálum er miðjan, þungamiðjan. Þar erum við og höfum verið í heila öld. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar