Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 12:00 Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta og EM-fari, segir hreinskilnislega frá fyrstu skrefum sínum í atvinnumennskunni í aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga eftir Sölva Tryggvason, en DVD-diskur með myndinni er kominn út. Elmar var um tíma einn efnilegasti leikmaður Íslands en hann byrjaði 16 ára að spila fyrir meistaraflokk KR. Ári síðar gerðist hann atvinnumaður þegar skoska stórveldið Celtic samdi við hann, en Elmar var á mála hjá Glasgow-liðinu í fjögur ár og spilaði einn deildarleik. „Maður fær í fyrsta skipti einhvern pening í vasann og veit ekki alveg hvernig maður á að ráða við það,“ segir Elmar sem viðurkennir að hafa ekki farið vel með peningana sína. „Svo var þarna spilavíti við hliðina á íbúðinni sem ég var í, en þar eyddi ég miklum tíma og tapaði fullt af peningum.“Elmar í búningi Celtic.Elmar segir frá því að drykkjumenningin hafi verið mikil í breska boltanum á þeim tíma sem hann var þarna frá 2004-2008 en hann fékk hreinlega sekt ef hann mætti ekki á djamm með liðsfélögunum. „Ég man á fyrsta liðsdjamminu mínu ætlaði ég bara að kaupa mér kók en þjálfarinn sagði mér að gleyma því og pantaði bjór handa mér,“ segir hann. „Ég á fullt af skemmtilegum minningum en maður hefði kannski átt að fórna einhverju af þessu og einbeita sér meira að fótboltanum,“ segir Theodór Elmar Bjarnason.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með tveimur klukkustundum af aukaefni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta og EM-fari, segir hreinskilnislega frá fyrstu skrefum sínum í atvinnumennskunni í aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga eftir Sölva Tryggvason, en DVD-diskur með myndinni er kominn út. Elmar var um tíma einn efnilegasti leikmaður Íslands en hann byrjaði 16 ára að spila fyrir meistaraflokk KR. Ári síðar gerðist hann atvinnumaður þegar skoska stórveldið Celtic samdi við hann, en Elmar var á mála hjá Glasgow-liðinu í fjögur ár og spilaði einn deildarleik. „Maður fær í fyrsta skipti einhvern pening í vasann og veit ekki alveg hvernig maður á að ráða við það,“ segir Elmar sem viðurkennir að hafa ekki farið vel með peningana sína. „Svo var þarna spilavíti við hliðina á íbúðinni sem ég var í, en þar eyddi ég miklum tíma og tapaði fullt af peningum.“Elmar í búningi Celtic.Elmar segir frá því að drykkjumenningin hafi verið mikil í breska boltanum á þeim tíma sem hann var þarna frá 2004-2008 en hann fékk hreinlega sekt ef hann mætti ekki á djamm með liðsfélögunum. „Ég man á fyrsta liðsdjamminu mínu ætlaði ég bara að kaupa mér kók en þjálfarinn sagði mér að gleyma því og pantaði bjór handa mér,“ segir hann. „Ég á fullt af skemmtilegum minningum en maður hefði kannski átt að fórna einhverju af þessu og einbeita sér meira að fótboltanum,“ segir Theodór Elmar Bjarnason.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með tveimur klukkustundum af aukaefni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30