Ógjöfult ár á innlendum hlutabréfamarkaði 15. desember 2016 07:00 Úrvalsvísitalan hefur lækkað um sjö prósent leiðrétt fyrir arðgreiðslum á árinu. Vísir/GVA Það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan lækkað um sjö prósent leiðrétt fyrir arðgreiðslum. Um er að ræða viðsnúning milli ára en árið 2015 var 49 prósenta ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði. Fram kemur í frétt á vef VÍB að fimm atriði hafi sérstaklega litað íslenska hlutabréfamarkaðinn á árinu: styrking krónunnar, aukin eftirspurn eftir fjármunum lífeyrissjóðanna, vaxtalækkanir og ekki vaxtalækkanir, kjarasamningar og áframhaldandi kraftur í fjölgun ferðamanna. Arðsleiðrétt ávöxtun frá áramótum hefur verið mest hjá N1 eða 102,1 prósent og næstmest hjá Eimskipi þar sem hún nemur 45,7 prósentum. Hún hefur verið lægst hjá Icelandair og Granda þar sem hún hefur lækkað um yfir þrjátíu prósent. Íslenska krónan hefur styrkst um 16 prósent á móti evru frá áramótum, 27 prósent gegn pundi og 21 prósent gagnvart sænsku krónunni. VÍB greinir frá því að fyrir innlend rekstrarfélög hafi þessi styrking fyrst og fremst verið jákvæð enda auðveldað þeim varðandi launahækkanir. Þessi breyting hefur hins vegar verið afar skaðleg þeim fjölmörgu félögum í kauphöllinni sem hafa hluta af sínum tekjum í erlendri mynt. Bæði koma áhrifin fram þannig að tekjurnar eru fyrst og fremst í annarri mynt en krónu en hlutabréfin skráð í krónum og því lækkar virði tekna félagsins í krónum talið. Kröftugar launahækkanir og vinnudeilur árið 2015 skiluðu sér í uppgjörum. Árið 2016 hefur því einkennst af hagræðingu, ekki síst hjá fjarskiptafélögum. Hugsanlegar vinnudeilur í byrjun 2017 hafa jafnframt spilað inn í væntingar fjárfesta, að því er kemur fram í fréttinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan lækkað um sjö prósent leiðrétt fyrir arðgreiðslum. Um er að ræða viðsnúning milli ára en árið 2015 var 49 prósenta ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði. Fram kemur í frétt á vef VÍB að fimm atriði hafi sérstaklega litað íslenska hlutabréfamarkaðinn á árinu: styrking krónunnar, aukin eftirspurn eftir fjármunum lífeyrissjóðanna, vaxtalækkanir og ekki vaxtalækkanir, kjarasamningar og áframhaldandi kraftur í fjölgun ferðamanna. Arðsleiðrétt ávöxtun frá áramótum hefur verið mest hjá N1 eða 102,1 prósent og næstmest hjá Eimskipi þar sem hún nemur 45,7 prósentum. Hún hefur verið lægst hjá Icelandair og Granda þar sem hún hefur lækkað um yfir þrjátíu prósent. Íslenska krónan hefur styrkst um 16 prósent á móti evru frá áramótum, 27 prósent gegn pundi og 21 prósent gagnvart sænsku krónunni. VÍB greinir frá því að fyrir innlend rekstrarfélög hafi þessi styrking fyrst og fremst verið jákvæð enda auðveldað þeim varðandi launahækkanir. Þessi breyting hefur hins vegar verið afar skaðleg þeim fjölmörgu félögum í kauphöllinni sem hafa hluta af sínum tekjum í erlendri mynt. Bæði koma áhrifin fram þannig að tekjurnar eru fyrst og fremst í annarri mynt en krónu en hlutabréfin skráð í krónum og því lækkar virði tekna félagsins í krónum talið. Kröftugar launahækkanir og vinnudeilur árið 2015 skiluðu sér í uppgjörum. Árið 2016 hefur því einkennst af hagræðingu, ekki síst hjá fjarskiptafélögum. Hugsanlegar vinnudeilur í byrjun 2017 hafa jafnframt spilað inn í væntingar fjárfesta, að því er kemur fram í fréttinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira