Egyptar fleyta pundinu Lars Christensen skrifar 14. desember 2016 09:00 Egyptar tóku djarfa en rétta ákvörðun í síðasta mánuði með því að taka upp fljótandi gengi pundsins. Þessi aðgerð gat ekki annað en orðið óvinsæl því gjaldmiðillinn féll þegar í stað um 48 prósent gagnvart bandaríska dollarnum og missti þannig helming verðgildis síns. Afleiðingin var skyndileg verðhækkun á almennum neysluvörum sem lækkaði kaupmátt margra Egypta, jafnt fátækra sem miðstéttarfólks. Þetta er vissulega sorglegt en við verðum að huga að hinum kostinum. Að halda þeirri stefnu áfram að reyna að festa egypska pundið við allt of hátt gengi jafngilti sífellt hertari peningamálastefnu. Það þrýsti á heildareftirspurnina á sama tíma og hagkerfið þurfti að takast á við neikvæðan framboðsskell vegna mikillar pólitískrar óvissu og skorts á grundvallarumbótum. Í raun hafði egypska hagkerfið undanfarin ár lent í kreppuverðbólgu – ástandi þar sem verðbólga hefur aukist vegna neikvæðs framboðsskells og sífellt hertari peningamálastefna veldur því að hagvöxtur minnkar. Með því að fleyta pundinu hafa Egyptar að minnsta kosti numið úr gildi peningahömlur á heildareftirspurnina. Það var áfall fyrir flesta Egypta þegar pundið var sett á flot og þeir sáu helming verðgildis þess gufa upp á nokkrum mínútum. En það er þess virði að hafa í huga að fyrir land með veikar pólitískar stofnanir og veikt hagkerfi er algerlega nauðsynlegt að hafa veikan gjaldmiðil líka. Fall pundsins orsakaðist í raun ekki af þeirri ákvörðun egypska seðlabankans að taka upp fljótandi gengi. Þetta var ekki gengisfelling – það var markaðurinn sem ákvarðaði hvert grunnvirði gjaldmiðilsins væri, byggt á ástandi egypska hagkerfisins og gæðum (eða öllu heldur gæðaskorti) egypskra stofnana. Þess vegna ættu egypsk stjórnvöld alls ekki að reyna að styðja pundið með því að taka aftur upp inngrip á gjaldeyrismörkuðunum. Þess í stað ættu þau að reyna að gera gjaldmiðilinn stöðugan með efnahagslegum og pólitískum umbótum. Og lærdómurinn fyrir Ísland? Lærið að meta hina fljótandi krónu. Og ef þið viljið að hún sé sterk gætið þess þá að draga úr pólitískri óvissu og koma á kerfisumbótum. Það ætti að vera auðveldara en í Egyptalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Egyptar tóku djarfa en rétta ákvörðun í síðasta mánuði með því að taka upp fljótandi gengi pundsins. Þessi aðgerð gat ekki annað en orðið óvinsæl því gjaldmiðillinn féll þegar í stað um 48 prósent gagnvart bandaríska dollarnum og missti þannig helming verðgildis síns. Afleiðingin var skyndileg verðhækkun á almennum neysluvörum sem lækkaði kaupmátt margra Egypta, jafnt fátækra sem miðstéttarfólks. Þetta er vissulega sorglegt en við verðum að huga að hinum kostinum. Að halda þeirri stefnu áfram að reyna að festa egypska pundið við allt of hátt gengi jafngilti sífellt hertari peningamálastefnu. Það þrýsti á heildareftirspurnina á sama tíma og hagkerfið þurfti að takast á við neikvæðan framboðsskell vegna mikillar pólitískrar óvissu og skorts á grundvallarumbótum. Í raun hafði egypska hagkerfið undanfarin ár lent í kreppuverðbólgu – ástandi þar sem verðbólga hefur aukist vegna neikvæðs framboðsskells og sífellt hertari peningamálastefna veldur því að hagvöxtur minnkar. Með því að fleyta pundinu hafa Egyptar að minnsta kosti numið úr gildi peningahömlur á heildareftirspurnina. Það var áfall fyrir flesta Egypta þegar pundið var sett á flot og þeir sáu helming verðgildis þess gufa upp á nokkrum mínútum. En það er þess virði að hafa í huga að fyrir land með veikar pólitískar stofnanir og veikt hagkerfi er algerlega nauðsynlegt að hafa veikan gjaldmiðil líka. Fall pundsins orsakaðist í raun ekki af þeirri ákvörðun egypska seðlabankans að taka upp fljótandi gengi. Þetta var ekki gengisfelling – það var markaðurinn sem ákvarðaði hvert grunnvirði gjaldmiðilsins væri, byggt á ástandi egypska hagkerfisins og gæðum (eða öllu heldur gæðaskorti) egypskra stofnana. Þess vegna ættu egypsk stjórnvöld alls ekki að reyna að styðja pundið með því að taka aftur upp inngrip á gjaldeyrismörkuðunum. Þess í stað ættu þau að reyna að gera gjaldmiðilinn stöðugan með efnahagslegum og pólitískum umbótum. Og lærdómurinn fyrir Ísland? Lærið að meta hina fljótandi krónu. Og ef þið viljið að hún sé sterk gætið þess þá að draga úr pólitískri óvissu og koma á kerfisumbótum. Það ætti að vera auðveldara en í Egyptalandi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun