Ánægður yfirdýralæknir Árni Stefán Árnason skrifar 14. desember 2016 07:00 Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar