Njóta en ekki þjóta Sólveig Gísladóttir skrifar 13. desember 2016 14:00 Náttúran í Marokkó er hrjóstrug en ægifögur. Hópurinn naut þess að stoppa reglulega til að virða fyrir sér útsýnið. Átta manna vinahópur hélt upp á tuttugu ára vináttuafmæli sitt með því að fara í hjólaferð til Marokkó. Þeir æfðu sig í heilt ár, eru nú komnir með bullandi hjólabakteríu og því þegar farnir að hugleiða næstu ferð. „Við erum félagsskapur sem kynntist í viðskiptafræði í Háskólanum. Við höfum haldið hópinn og reynt að hittast að lágmarki einu sinni á ári. Í ár varð félagsskapurinn hins vegar tuttugu ára og því langaði okkur að gera eitthvað extra af því tilefni,“ segir Jóhann S. Friðleifsson. Ákveðið var að stefna á hjólaferð í útlöndum enda væri það leið til að sameina skemmtun og hreyfingu. „Þá þurftum við líka að æfa okkur heilmikið sem varð til þess að við hittumst reglulega í heilt ár á undan í lengri og styttri hjólatúrum. Á þessu undirbúningsári hittumst við því um 25 sinnum sem var talsvert oftar en árin á undan. Við vorum því orðnir ansi nánir við upphaf ferðar.“Börnin í þorpunum tóku ferðalöngunum fagnandi. Hér er Jóhann með tveimur kátum strákum.Tveir úr hópnum voru nokkuð vanir hjólamenn en hinir ekki. „Ég átti ekki einu sinni hjól fyrr en í apríl á þessu ári,“ segir Jóhann en tveir úr hópnum eru búsettir erlendis og sáu að mestu sjálfir um sína þjálfun. Hann segir æfingarnar hafa gengið vonum framar og þeim hafi farið mikið fram. „Það var líka gaman að kynnast hjólaleiðum á borð við Jaðarinn, frá Bláfjöllum niður í Heiðmörk, og Reykjadal, af Hellisheiði niður í Hveragerði.“Ævintýri að fara til Afríku Það var svo 15. október sem hópurinn hélt utan til Marrakesh í Marokkó. Af hverju varð Marokkó fyrir valinu? „Það var einhver ævintýraþrá. Enginn okkar hafði komið þangað áður og við töldum að það gæti verið góð áskorun að hjóla í hrjóstrugu landslaginu. Þá var eitthvað spennandi við að hjóla í Afríku og við sáum fyrir okkur að geta bæði kynnst nýrri menningu og hjólað eftir nýjum leiðum.“ Hjólaferðin sjálf stóð í fimm daga og var skipulögð af breskri ferðaskrifstofu. „Við vissum í raun ekkert hvar við myndum gista eða hvernig aðbúnaðurinn yrði. Þá voru með okkur tveir leiðsögumenn, einn innfæddur sem hjólaði fremstur og einn Breti sem var aftastur.“Hópurinn keypti sér eins boli og merkti þá með gælunöfnum á bakinu.Nutu náttúrunnar Kom ykkur eitthvað á óvart? „Já, kannski að við vorum betri en við héldum. Þegar líða tók á ferðina vorum við farnir að gera hluti sem við áttum ekki endilega von á að geta, eins og að fara niður brattar brekkur og beita hjólinu yfir hindranir.“ Jóhann segir hópinn hafa farið hratt þegar það átti við en þó hafi þeir lifað eftir mottóinu njóta en ekki þjóta. „Við stoppuðum reglulega til að virða fyrir okkur þetta fallega landslag. Í hverjum túr hjóluðum við í gegnum einhver þorp í hlíðunum, þá komu krakkarnir hlaupandi og tóku á móti okkur,“ segir Jóhann.Toppurinn að vera netlaus Tvær nætur af fimm gisti hópurinn í uppgerðu fjárhúsi í 2000 metra hæð. „Ég held að þetta hafi verið fjárhús, allavega var hurðin í herbergi mínu og félaga míns bara 1,20 metrar á hæð,“ segir hann og hlær. „Þetta var eiginlega skemmtilegasti hluti ferðarinnar, sér í lagi af því við vorum algerlega netlausir þennan tíma. Kvöldin fóru því bara í að tala og spila út í eitt og við vorum ekki bundnir af því að fá læk á færslur eða tékka á vinnupóstinum.“Lítill túrismi Jóhann segir það hafa komið þeim félögum á óvart hversu lítill túrismi er á svæðinu. „Við vorum þarna nánast einir allan tímann.“ En verður framhald á þessu hjólaævintýri? „Það var ekki stefnan, þetta ár átti að vera sérstök afmælisferð og ekki meir. En flestir okkar eru komnir með hjólabakteríuna og klæjar í að bóka eitthvað meira, til dæmis til Asíu eða Bandaríkjanna.“ Heilsa Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Átta manna vinahópur hélt upp á tuttugu ára vináttuafmæli sitt með því að fara í hjólaferð til Marokkó. Þeir æfðu sig í heilt ár, eru nú komnir með bullandi hjólabakteríu og því þegar farnir að hugleiða næstu ferð. „Við erum félagsskapur sem kynntist í viðskiptafræði í Háskólanum. Við höfum haldið hópinn og reynt að hittast að lágmarki einu sinni á ári. Í ár varð félagsskapurinn hins vegar tuttugu ára og því langaði okkur að gera eitthvað extra af því tilefni,“ segir Jóhann S. Friðleifsson. Ákveðið var að stefna á hjólaferð í útlöndum enda væri það leið til að sameina skemmtun og hreyfingu. „Þá þurftum við líka að æfa okkur heilmikið sem varð til þess að við hittumst reglulega í heilt ár á undan í lengri og styttri hjólatúrum. Á þessu undirbúningsári hittumst við því um 25 sinnum sem var talsvert oftar en árin á undan. Við vorum því orðnir ansi nánir við upphaf ferðar.“Börnin í þorpunum tóku ferðalöngunum fagnandi. Hér er Jóhann með tveimur kátum strákum.Tveir úr hópnum voru nokkuð vanir hjólamenn en hinir ekki. „Ég átti ekki einu sinni hjól fyrr en í apríl á þessu ári,“ segir Jóhann en tveir úr hópnum eru búsettir erlendis og sáu að mestu sjálfir um sína þjálfun. Hann segir æfingarnar hafa gengið vonum framar og þeim hafi farið mikið fram. „Það var líka gaman að kynnast hjólaleiðum á borð við Jaðarinn, frá Bláfjöllum niður í Heiðmörk, og Reykjadal, af Hellisheiði niður í Hveragerði.“Ævintýri að fara til Afríku Það var svo 15. október sem hópurinn hélt utan til Marrakesh í Marokkó. Af hverju varð Marokkó fyrir valinu? „Það var einhver ævintýraþrá. Enginn okkar hafði komið þangað áður og við töldum að það gæti verið góð áskorun að hjóla í hrjóstrugu landslaginu. Þá var eitthvað spennandi við að hjóla í Afríku og við sáum fyrir okkur að geta bæði kynnst nýrri menningu og hjólað eftir nýjum leiðum.“ Hjólaferðin sjálf stóð í fimm daga og var skipulögð af breskri ferðaskrifstofu. „Við vissum í raun ekkert hvar við myndum gista eða hvernig aðbúnaðurinn yrði. Þá voru með okkur tveir leiðsögumenn, einn innfæddur sem hjólaði fremstur og einn Breti sem var aftastur.“Hópurinn keypti sér eins boli og merkti þá með gælunöfnum á bakinu.Nutu náttúrunnar Kom ykkur eitthvað á óvart? „Já, kannski að við vorum betri en við héldum. Þegar líða tók á ferðina vorum við farnir að gera hluti sem við áttum ekki endilega von á að geta, eins og að fara niður brattar brekkur og beita hjólinu yfir hindranir.“ Jóhann segir hópinn hafa farið hratt þegar það átti við en þó hafi þeir lifað eftir mottóinu njóta en ekki þjóta. „Við stoppuðum reglulega til að virða fyrir okkur þetta fallega landslag. Í hverjum túr hjóluðum við í gegnum einhver þorp í hlíðunum, þá komu krakkarnir hlaupandi og tóku á móti okkur,“ segir Jóhann.Toppurinn að vera netlaus Tvær nætur af fimm gisti hópurinn í uppgerðu fjárhúsi í 2000 metra hæð. „Ég held að þetta hafi verið fjárhús, allavega var hurðin í herbergi mínu og félaga míns bara 1,20 metrar á hæð,“ segir hann og hlær. „Þetta var eiginlega skemmtilegasti hluti ferðarinnar, sér í lagi af því við vorum algerlega netlausir þennan tíma. Kvöldin fóru því bara í að tala og spila út í eitt og við vorum ekki bundnir af því að fá læk á færslur eða tékka á vinnupóstinum.“Lítill túrismi Jóhann segir það hafa komið þeim félögum á óvart hversu lítill túrismi er á svæðinu. „Við vorum þarna nánast einir allan tímann.“ En verður framhald á þessu hjólaævintýri? „Það var ekki stefnan, þetta ár átti að vera sérstök afmælisferð og ekki meir. En flestir okkar eru komnir með hjólabakteríuna og klæjar í að bóka eitthvað meira, til dæmis til Asíu eða Bandaríkjanna.“
Heilsa Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira