Staffan Olsson: Lars er fyrirmyndin mín Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2016 13:15 vísir/getty/vilhelm stokstad Staffan Olsson verður í nýju hlutverki á HM í handbolta sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði. Olsson hætti sem þjálfari sænska landsliðsins eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem Svíar ollu miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli. Við starfi hans og Ola Lindgren, sem þjálfaði sænska liðið í samvinnu við Olsson, tók Kristján Andrésson sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með Svía. Í stað þess að vera á hliðarlínunni verður Olsson sérfræðingur í sjónvarpi ásamt Ljubomir Vranjes, fyrrverandi landsliðsmanni og núverandi þjálfara Flensburg. Í samtali við Aftonbladet segir Olsson að það verði ekki erfitt fyrir hann að fara í hlutverk sérfræðingsins og fjalla með gagnrýnum hætti um leikmenn sem hann þjálfaði í mörg ár. „Í fyrstu var ég efins en þú verður að vera tilbúinn að prófa nýja hluti. Ég er ekki feiminn að stökkva út í djúpu laugina,“ sagði Olsson. „Ég get séð hlutina út frá tveimur hliðum. Ég segi frá því sem ég sé og gæti verið gagnrýninn á köflum. Það er ekki vandamál að mínu mati. Ég hef áður gagnrýnt þessa leikmenn á bak við tjöldin.“ Olsson segir að fyrirmyndin hans í þessum efnum sé Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Hann er hann sjálfur og er ekkert að flækja hlutina að óþörfu. Hann drullar ekki yfir fólk hægri vinstri heldur getur hann verið jákvæður, jafnvel þegar hann er gagnrýninn. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann tjáir sig.“ sagði Olsson um Lagerbäck. Svíar eru í riðli með Katar, Danmörku, Egyptalandi, Bahrein og Argentínu á HM í Frakklandi sem hefst 11. janúar næstkomandi. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Staffan Olsson verður í nýju hlutverki á HM í handbolta sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði. Olsson hætti sem þjálfari sænska landsliðsins eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem Svíar ollu miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli. Við starfi hans og Ola Lindgren, sem þjálfaði sænska liðið í samvinnu við Olsson, tók Kristján Andrésson sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með Svía. Í stað þess að vera á hliðarlínunni verður Olsson sérfræðingur í sjónvarpi ásamt Ljubomir Vranjes, fyrrverandi landsliðsmanni og núverandi þjálfara Flensburg. Í samtali við Aftonbladet segir Olsson að það verði ekki erfitt fyrir hann að fara í hlutverk sérfræðingsins og fjalla með gagnrýnum hætti um leikmenn sem hann þjálfaði í mörg ár. „Í fyrstu var ég efins en þú verður að vera tilbúinn að prófa nýja hluti. Ég er ekki feiminn að stökkva út í djúpu laugina,“ sagði Olsson. „Ég get séð hlutina út frá tveimur hliðum. Ég segi frá því sem ég sé og gæti verið gagnrýninn á köflum. Það er ekki vandamál að mínu mati. Ég hef áður gagnrýnt þessa leikmenn á bak við tjöldin.“ Olsson segir að fyrirmyndin hans í þessum efnum sé Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Hann er hann sjálfur og er ekkert að flækja hlutina að óþörfu. Hann drullar ekki yfir fólk hægri vinstri heldur getur hann verið jákvæður, jafnvel þegar hann er gagnrýninn. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann tjáir sig.“ sagði Olsson um Lagerbäck. Svíar eru í riðli með Katar, Danmörku, Egyptalandi, Bahrein og Argentínu á HM í Frakklandi sem hefst 11. janúar næstkomandi.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira