Tólfunni flogið til Lúxemborgar til að taka Víkingaklappið á jólagleði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 12:02 Sex meðlimum Tólfunnar, stuðningsveitar íslensku landsliðanna í knattspyrnu, var sérstaklega flogið út til Lúxemborgar á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka Víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. „Það var haft samband við okkur og við beðnir um að safna saman þremur trommurum og þremur fylgisveinum,“ segir Friðgeir Bergsteinsson, einn af þeim sem fóru út fyrir hönd Tólfunnar. Vísir náði í skottið á honum rétt áður en Tólfumeðlimirnir flugu heim frá Lúxembúrg en ferðin var stutt, þeir fóru út í gær. „Það var ráðstefna hjá þeim fyrr um daginn og þetta var svona pepp fyrir jólagleðina,“ segir Friðgeir en það eina sem þeir þurftu að gera var að taka Víkingaklappið fræga þrisvar sinnum. Friðgeir segir að klappið hafi slegið í gegn líkt og sjá má meðfylgjandi myndbandi. „Við fórum upp á svið og Joey Drummer og Benni Bongó gerðu sitt Það var svaka stemmning í fólkinu og við vorum að peppa fólkið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Tólfumeðlimirnir taka að sér eitthvað á borð við þetta og var ferðin ekki af lakari taginu en Friðgeir segir að afar vel hafi verið tekið á móti þeim félögum. Það er mikið um að vera hjá Tólfunni þessa dagana en tilkynnt var í gær að Tólfan og stuðningsmenn Íslands á EM í Frakklandi í sumar hafi verið tilnefndir sem stuðningsmenn ársins af FIFA. „Við fréttum það bara í gær og viljum endilega að fólk kjósi okkur,“ segir Friðgeir en hægt er að greiða atkvæði hér. Tengdar fréttir Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45 Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Sex meðlimum Tólfunnar, stuðningsveitar íslensku landsliðanna í knattspyrnu, var sérstaklega flogið út til Lúxemborgar á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka Víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. „Það var haft samband við okkur og við beðnir um að safna saman þremur trommurum og þremur fylgisveinum,“ segir Friðgeir Bergsteinsson, einn af þeim sem fóru út fyrir hönd Tólfunnar. Vísir náði í skottið á honum rétt áður en Tólfumeðlimirnir flugu heim frá Lúxembúrg en ferðin var stutt, þeir fóru út í gær. „Það var ráðstefna hjá þeim fyrr um daginn og þetta var svona pepp fyrir jólagleðina,“ segir Friðgeir en það eina sem þeir þurftu að gera var að taka Víkingaklappið fræga þrisvar sinnum. Friðgeir segir að klappið hafi slegið í gegn líkt og sjá má meðfylgjandi myndbandi. „Við fórum upp á svið og Joey Drummer og Benni Bongó gerðu sitt Það var svaka stemmning í fólkinu og við vorum að peppa fólkið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Tólfumeðlimirnir taka að sér eitthvað á borð við þetta og var ferðin ekki af lakari taginu en Friðgeir segir að afar vel hafi verið tekið á móti þeim félögum. Það er mikið um að vera hjá Tólfunni þessa dagana en tilkynnt var í gær að Tólfan og stuðningsmenn Íslands á EM í Frakklandi í sumar hafi verið tilnefndir sem stuðningsmenn ársins af FIFA. „Við fréttum það bara í gær og viljum endilega að fólk kjósi okkur,“ segir Friðgeir en hægt er að greiða atkvæði hér.
Tengdar fréttir Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45 Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45
Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent