Enginn vilji til að hrófla við úrskurði kjararáðs Þorgeir Helgason skrifar 28. desember 2016 06:00 Enginn vilji er innan Alþingis til að hrófla við úrskurði kjararáðs. vísir/daníel „Það þykir ekki vera gott fordæmi að hrófla við úrskurðinum. Að setja málið í hendur forsætisnefndar er mun einfaldari og eðlilegri leið að mínu viti og gerir meira gagn,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Formenn allra stjórnmálaflokka funduðu fyrir jól og sendu forsætisnefnd bréf þess efnis að skoða kjör þingmanna sem leggjast ofan á þingfararkaupið. Var ákveðið að fara þá leið í stað þess að hrófla við úrskurðinum sjálfum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir engan vilja hafa verið til þess að hrófla við úrskurði kjararáðs á Alþingi. Á fundi forsætisnefndar lagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fram tillögur að breytingum á kjörum þingmanna. Þær breytingar fólu í sér umtalsverðar lækkanir á ferðakostnaði í kjördæmi, en alþingismenn fá mánaðarlega greiddar um 84 þúsund krónur í fastan ferðakostnað. Einnig var lagt til að lækka starfskostnað sem alþingismenn eiga rétt á að fá endurgreiddan á ári en hámarkið er í dag um 1,1 milljón króna. Þá voru lagðar til breytingar á húsnæðis- og dvalarkostnaði alþingismanna. Loks var lagt til að álag á laun varaforseta, formanna fastanefnda og formanna þingflokka lækki úr fimmtán prósentum í tíu og að tíu og fimm prósenta álag á laun varaformanna og varavaraformanna yrðu felld niður. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hafa laun þingmanna hækkað um þrettán prósent umfram almenna launaþróun. Áætlað var að heildaráhrif breytingatillagnanna yrðu þau að laun þingmanna lækkuðu um 130 til 150 þúsund krónur sem hefði í för með sér að launakjörin væru í takt við almenna launaþróun á Íslandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hart deilt um þessar breytingatillögur á fundi forsætisnefndar. Þótti nefndarmönnum þær ganga of langt og vega að landsbyggðarþingmönnum. Forsætisnefnd mun hittast á nýju ári og funda um málið. „Mér sýndist ekki vera einhugur í forsætisnefnd en það er alger einhugur meðal formanna sem skrifuðu undir þetta bréf. Það er auðvitað þannig að þegar formenn allra flokkanna skrifa undir bréf til forsætisnefndar þá vænti ég að forsætisnefnd taki tillit til þess bréfs,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Víða í samfélaginu er beðið niðurstöðu frá Alþingi. Mörg sveitarfélög frestuðu því að taka við launahækkun kjararáðs og skoruðu á Alþingi að fjalla um málið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segja að fundað verði í næstu viku í bæjarstjórnum sveitarfélaganna um afdrif málsins. „Þá gagnrýndu flest stéttar- og verkalýðsfélög á landinu úrskurð kjararáðs. Viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs verður forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það þykir ekki vera gott fordæmi að hrófla við úrskurðinum. Að setja málið í hendur forsætisnefndar er mun einfaldari og eðlilegri leið að mínu viti og gerir meira gagn,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Formenn allra stjórnmálaflokka funduðu fyrir jól og sendu forsætisnefnd bréf þess efnis að skoða kjör þingmanna sem leggjast ofan á þingfararkaupið. Var ákveðið að fara þá leið í stað þess að hrófla við úrskurðinum sjálfum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir engan vilja hafa verið til þess að hrófla við úrskurði kjararáðs á Alþingi. Á fundi forsætisnefndar lagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fram tillögur að breytingum á kjörum þingmanna. Þær breytingar fólu í sér umtalsverðar lækkanir á ferðakostnaði í kjördæmi, en alþingismenn fá mánaðarlega greiddar um 84 þúsund krónur í fastan ferðakostnað. Einnig var lagt til að lækka starfskostnað sem alþingismenn eiga rétt á að fá endurgreiddan á ári en hámarkið er í dag um 1,1 milljón króna. Þá voru lagðar til breytingar á húsnæðis- og dvalarkostnaði alþingismanna. Loks var lagt til að álag á laun varaforseta, formanna fastanefnda og formanna þingflokka lækki úr fimmtán prósentum í tíu og að tíu og fimm prósenta álag á laun varaformanna og varavaraformanna yrðu felld niður. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hafa laun þingmanna hækkað um þrettán prósent umfram almenna launaþróun. Áætlað var að heildaráhrif breytingatillagnanna yrðu þau að laun þingmanna lækkuðu um 130 til 150 þúsund krónur sem hefði í för með sér að launakjörin væru í takt við almenna launaþróun á Íslandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hart deilt um þessar breytingatillögur á fundi forsætisnefndar. Þótti nefndarmönnum þær ganga of langt og vega að landsbyggðarþingmönnum. Forsætisnefnd mun hittast á nýju ári og funda um málið. „Mér sýndist ekki vera einhugur í forsætisnefnd en það er alger einhugur meðal formanna sem skrifuðu undir þetta bréf. Það er auðvitað þannig að þegar formenn allra flokkanna skrifa undir bréf til forsætisnefndar þá vænti ég að forsætisnefnd taki tillit til þess bréfs,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Víða í samfélaginu er beðið niðurstöðu frá Alþingi. Mörg sveitarfélög frestuðu því að taka við launahækkun kjararáðs og skoruðu á Alþingi að fjalla um málið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segja að fundað verði í næstu viku í bæjarstjórnum sveitarfélaganna um afdrif málsins. „Þá gagnrýndu flest stéttar- og verkalýðsfélög á landinu úrskurð kjararáðs. Viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs verður forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00