Alþingi frelsar forstjórana Ögmundur Jónasson skrifar 28. desember 2016 07:00 Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir kjararáð. Hvers vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að með því móti var ákvörðunarvaldið um launakjör þeirra fært nær þeim, til stjórna viðkomandi stofnana sem þeir töldu að hefðu skilning á því hve lífsnauðsynlegt það væri að þeir væru „sambærilegir“ kollegunum á markaði. Og þar var nú aldeils ekki leiðum að líkjast í aðdraganda hrunsins. Sá blómatími er nú aftur að renna upp – þrengingar samstöðuáranna að baki – tími til að losa sig að nýju við mél og beisli og skeiða út á völlinn í bland við ótemjurnar sem eru blessunarlega lausar við allt sem flokka má undir samfélagslega ábyrgð.Með blessun Alþingis Í greinargerð með frumvarpi, sem flokkarnir á Alþingi sameinuðust um á aðventunni, segir: „Fyrir liggur að mikil óánægja er meðal forstöðumanna með núverandi fyrirkomulag launaákvarðana, sem er miðstýrt og byggir á einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Ástæður þeirrar óánægju eru margar. Meðal þess sem þeir nefna er það sem þeir kalla tregðu kjararáðs … nýtt fyrirkomulag launaákvarðana þyrfti að byggja á tiltölulega fáum og skýrum matsþáttum, vera samræmt að hluta til en gefa möguleika á að umbuna sérstaklega fyrir annaðhvort sérstakar áherslur viðkomandi starfs eða góðan árangur forstöðumannsins. Eins þyrfti að tryggja að launaþróun þeirra væri í takt við launaþróun stjórnenda á hinum almenna vinnumarkaði til að skapa ríkinu samkeppnismöguleika um hæfa stjórnendur.“Bónusar fyrir „góðan árangur“ Mikið hljómar þetta allt kunnuglega. Meira segja bónusarnir mættir að nýju þótt ekki séu þeir nefndir á nafn. Samkvæmt fyrirkomulaginu sem nú liggur fyrir, fer ákvörðun um launakjör forstjóra Landsvirkjunar að nýju til stjórnar þeirrar stofnunar og ákvörðun um laun og starfskjör forstjóra Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins fer einnig til stjórnar viðkomandi stofnana þótt fingur ráðherra komi þar einnig nærri.Kátt er í ranninum Mest er sennilega þó hátíð í þeim ranninum sem heitir „hlutafélag með meirihlutaeign ríkisins“. Þar erum við m.a. að tala um bankastofnanir sem í hruninu höfnuðu í meirihlutaeign ríkisins. Stofnanir af þessu tagi færast nú undan hinu illa kjararáði og verða frjálsar sem fuglinn fljúgandi. Á þingi ræddu menn sig bláa í framan um mikilvægi gagnsæis, að við vissum allt um þá sem sætu í kjararáði, hvað þeir hefðu aðhafst og hugsað á lífsins göngu áður en þeir hefðu verið skipaðir í ráðið, og síðan helst hvað hver og einn segði orð fyrir orð á hverjum fundi þar sem eftirlegukindurnar væru ræddar í þaula. Sjálfum finnst mér að niðurstaðan ein skipti máli. Að henni fenginni og með aðgengi að greinargerð kjararáðs getur hver og einn beitt eigin dómgreind til að finna út hvort niðurstaðan sé sannfærandi og hvort ætla megi að hún sé réttlát eða ranglát.Einn á móti þremur Í grófum dráttum er mitt viðmið að sá hæsti sem heyrir undir ríkið megi aldrei vera hærri en með þrisvar sinnum laun hins lægsta. Ef þeim hæsta eru skammtaðar þrjár milljónir á mánuði eins og nú er gert, þá fái hinn lægsti milljón. Með lagabreytingu Alþingis fækkar þeim sem falla undir slíka smásjá því forstjórarnir geta nú fagnað frelsi sínu, lausir við slíkan leiðindasamanburð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir kjararáð. Hvers vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að með því móti var ákvörðunarvaldið um launakjör þeirra fært nær þeim, til stjórna viðkomandi stofnana sem þeir töldu að hefðu skilning á því hve lífsnauðsynlegt það væri að þeir væru „sambærilegir“ kollegunum á markaði. Og þar var nú aldeils ekki leiðum að líkjast í aðdraganda hrunsins. Sá blómatími er nú aftur að renna upp – þrengingar samstöðuáranna að baki – tími til að losa sig að nýju við mél og beisli og skeiða út á völlinn í bland við ótemjurnar sem eru blessunarlega lausar við allt sem flokka má undir samfélagslega ábyrgð.Með blessun Alþingis Í greinargerð með frumvarpi, sem flokkarnir á Alþingi sameinuðust um á aðventunni, segir: „Fyrir liggur að mikil óánægja er meðal forstöðumanna með núverandi fyrirkomulag launaákvarðana, sem er miðstýrt og byggir á einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Ástæður þeirrar óánægju eru margar. Meðal þess sem þeir nefna er það sem þeir kalla tregðu kjararáðs … nýtt fyrirkomulag launaákvarðana þyrfti að byggja á tiltölulega fáum og skýrum matsþáttum, vera samræmt að hluta til en gefa möguleika á að umbuna sérstaklega fyrir annaðhvort sérstakar áherslur viðkomandi starfs eða góðan árangur forstöðumannsins. Eins þyrfti að tryggja að launaþróun þeirra væri í takt við launaþróun stjórnenda á hinum almenna vinnumarkaði til að skapa ríkinu samkeppnismöguleika um hæfa stjórnendur.“Bónusar fyrir „góðan árangur“ Mikið hljómar þetta allt kunnuglega. Meira segja bónusarnir mættir að nýju þótt ekki séu þeir nefndir á nafn. Samkvæmt fyrirkomulaginu sem nú liggur fyrir, fer ákvörðun um launakjör forstjóra Landsvirkjunar að nýju til stjórnar þeirrar stofnunar og ákvörðun um laun og starfskjör forstjóra Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins fer einnig til stjórnar viðkomandi stofnana þótt fingur ráðherra komi þar einnig nærri.Kátt er í ranninum Mest er sennilega þó hátíð í þeim ranninum sem heitir „hlutafélag með meirihlutaeign ríkisins“. Þar erum við m.a. að tala um bankastofnanir sem í hruninu höfnuðu í meirihlutaeign ríkisins. Stofnanir af þessu tagi færast nú undan hinu illa kjararáði og verða frjálsar sem fuglinn fljúgandi. Á þingi ræddu menn sig bláa í framan um mikilvægi gagnsæis, að við vissum allt um þá sem sætu í kjararáði, hvað þeir hefðu aðhafst og hugsað á lífsins göngu áður en þeir hefðu verið skipaðir í ráðið, og síðan helst hvað hver og einn segði orð fyrir orð á hverjum fundi þar sem eftirlegukindurnar væru ræddar í þaula. Sjálfum finnst mér að niðurstaðan ein skipti máli. Að henni fenginni og með aðgengi að greinargerð kjararáðs getur hver og einn beitt eigin dómgreind til að finna út hvort niðurstaðan sé sannfærandi og hvort ætla megi að hún sé réttlát eða ranglát.Einn á móti þremur Í grófum dráttum er mitt viðmið að sá hæsti sem heyrir undir ríkið megi aldrei vera hærri en með þrisvar sinnum laun hins lægsta. Ef þeim hæsta eru skammtaðar þrjár milljónir á mánuði eins og nú er gert, þá fái hinn lægsti milljón. Með lagabreytingu Alþingis fækkar þeim sem falla undir slíka smásjá því forstjórarnir geta nú fagnað frelsi sínu, lausir við slíkan leiðindasamanburð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun