Nýárskveðja til landbúnaðarráðherra Ólafur Arnarson skrifar 27. desember 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun