Lars Lagerbäck: Leikurinn við England sá auðveldasti á EM Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. desember 2016 11:06 Lars Lagerbäck og Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, á hliðarlínunni í Frakklandi. Hodgson hætti með enska liðið eftir tapið gegn Íslandi. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikur liðsins við Englendinga á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar hafi verið auðveldasti leikurinn á mótinu. Þetta kemur fram í viðtali við Lars í uppgjörsþætti sænska ríkissjónvarpsins, SVT, um Evrópumótið en hluti úr viðtalinu hefur verið birtur á vef SVT. Bæði Íslendingum og Englendingum er leikurinn væntanlega í fersku minni en liðin mættust í 16 liða úrslitum mótsins. Fyrir fram bjuggust flestir við sigri Englendinga enda var þarna stórþjóð í knattspyrnu að mæta liði sem var á sínu fyrsta stórmóti. Það blés svo sem ekki byrlega fyrir íslenska liðið í upphafi leiks þegar Englendingar komust yfir á 4. mínútu þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu. „Andskotinn, þetta var það versta sem maður gat ímyndað sér,“ segir Lars í viðtalinu við SVT. „Ég legg vanalega mikla áherslu á það við leikmenn mína hversu mikilvægt fyrsta markið í fótbolta er en andlega var það mjög mikilvægt að við jöfnuðum leikinn nánast strax.“ Ragnar Sigurðsson skoraði með skalla á 6. mínútu og á 18. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. „Þetta var frábær sókn og ótrúlegt mark og í raun mjög þýðingarmikið því við eiginlega lömuðum Englendingana, þeir voru eins og rotaðir. Ég held að þetta hafi verið auðveldasti leikurinn okkar á mótinu og ég tel að við höfum átt sigurinn skilinn. Þetta var besti leikurinn okkar á mótinu,“ segir Lars.Hluta úr viðtalinu má sjá hér með enskum texta á vef SVT. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikur liðsins við Englendinga á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar hafi verið auðveldasti leikurinn á mótinu. Þetta kemur fram í viðtali við Lars í uppgjörsþætti sænska ríkissjónvarpsins, SVT, um Evrópumótið en hluti úr viðtalinu hefur verið birtur á vef SVT. Bæði Íslendingum og Englendingum er leikurinn væntanlega í fersku minni en liðin mættust í 16 liða úrslitum mótsins. Fyrir fram bjuggust flestir við sigri Englendinga enda var þarna stórþjóð í knattspyrnu að mæta liði sem var á sínu fyrsta stórmóti. Það blés svo sem ekki byrlega fyrir íslenska liðið í upphafi leiks þegar Englendingar komust yfir á 4. mínútu þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu. „Andskotinn, þetta var það versta sem maður gat ímyndað sér,“ segir Lars í viðtalinu við SVT. „Ég legg vanalega mikla áherslu á það við leikmenn mína hversu mikilvægt fyrsta markið í fótbolta er en andlega var það mjög mikilvægt að við jöfnuðum leikinn nánast strax.“ Ragnar Sigurðsson skoraði með skalla á 6. mínútu og á 18. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. „Þetta var frábær sókn og ótrúlegt mark og í raun mjög þýðingarmikið því við eiginlega lömuðum Englendingana, þeir voru eins og rotaðir. Ég held að þetta hafi verið auðveldasti leikurinn okkar á mótinu og ég tel að við höfum átt sigurinn skilinn. Þetta var besti leikurinn okkar á mótinu,“ segir Lars.Hluta úr viðtalinu má sjá hér með enskum texta á vef SVT.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira