Enn um hæfi dómara Haukur Örn Birgisson skrifar 23. desember 2016 07:00 Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun