Höfum við ekki séð þetta áður? Lars Christensen skrifar 21. desember 2016 09:00 Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun