Kröfur aldraðra í dag Björgvin Guðmundsson skrifar 30. desember 2016 07:00 Kaflaskipti eru í kjaramálum eldri borgara um þessar mundir. Helstu baráttumál aldraðra í dag eiga að vera þessi: Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, á að vera 400 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. Það þýðir 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hér er miðað við einhleypinga. Þessi upphæð er alveg samhljóða upphæð meðaltalsneyslu einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar en niðurstaða þeirrar könnunar var 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Könnuð er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu. Hagstofan kannar einnig meðaltalsneyslu heimila. Velferðarráðuneytið kannaði dæmigert neysluviðmið og studdist við neyslukönnun Hagstofunnar. Eru 321 þúsund krónur á mánuði of mikið til framfærslu fyrir aldraða? Nei, því fer víðs fjarri. Þessi upphæð er síst of há og í rauninni er erfitt að framfæra sig af lægri upphæð. Upphæðin, sem Tryggingastofnun skammtar öldruðum í dag er hins vegar alltof lág, 207 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum; sú upphæð á að hækka upp í 227 þúsund á mánuði um áramót. Upphæðin hjá giftum og sambýlisfólki er aðeins 185 þúsund kr. í dag; hækkar í 196 þúsund um áramót. Þessi upphæð er furðulega lág og óskiljanlegt hvernig hún hefur ratað á blað. Hér er í öllum tilvikum rætt um upphæðir eftir skatt. Nýja upphæðin, sem koma á til framkvæmda um áramótin, er strax orðin úrelt. 196 þús. kr. á mánuði duga hvergi nærri til framfærslu. Hæpið að 227 þúsund á mánuði hjá einhleypingum dugi. Hér er svo naumt skammtað, að það er til skammar. Athugum, að hér er um nýja upphæð að ræða, sem á að vera betri en gamla upphæðin; framförin er sáralítil sem engin. Við kaflaskipti í kjaramálum aldraðra þarf einnig að gera stórsókn til þess að „endurheimta“ lífeyri lífeyrissjóðanna, sem daglega er óbeint verið að hrifsa af okkur með stórfelldum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Þessu verður að linna strax. Ég tel, að afnema verði skerðingarnar alveg, annaðhvort í einu eða tvennu lagi. Það gengur ekki lengur, að þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi vakni upp við það á lífeyrisaldri, að ríkið taki óbeint af lífeyrissparnaðinum stórar fúlgur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kaflaskipti eru í kjaramálum eldri borgara um þessar mundir. Helstu baráttumál aldraðra í dag eiga að vera þessi: Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, á að vera 400 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. Það þýðir 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hér er miðað við einhleypinga. Þessi upphæð er alveg samhljóða upphæð meðaltalsneyslu einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar en niðurstaða þeirrar könnunar var 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Könnuð er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu. Hagstofan kannar einnig meðaltalsneyslu heimila. Velferðarráðuneytið kannaði dæmigert neysluviðmið og studdist við neyslukönnun Hagstofunnar. Eru 321 þúsund krónur á mánuði of mikið til framfærslu fyrir aldraða? Nei, því fer víðs fjarri. Þessi upphæð er síst of há og í rauninni er erfitt að framfæra sig af lægri upphæð. Upphæðin, sem Tryggingastofnun skammtar öldruðum í dag er hins vegar alltof lág, 207 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum; sú upphæð á að hækka upp í 227 þúsund á mánuði um áramót. Upphæðin hjá giftum og sambýlisfólki er aðeins 185 þúsund kr. í dag; hækkar í 196 þúsund um áramót. Þessi upphæð er furðulega lág og óskiljanlegt hvernig hún hefur ratað á blað. Hér er í öllum tilvikum rætt um upphæðir eftir skatt. Nýja upphæðin, sem koma á til framkvæmda um áramótin, er strax orðin úrelt. 196 þús. kr. á mánuði duga hvergi nærri til framfærslu. Hæpið að 227 þúsund á mánuði hjá einhleypingum dugi. Hér er svo naumt skammtað, að það er til skammar. Athugum, að hér er um nýja upphæð að ræða, sem á að vera betri en gamla upphæðin; framförin er sáralítil sem engin. Við kaflaskipti í kjaramálum aldraðra þarf einnig að gera stórsókn til þess að „endurheimta“ lífeyri lífeyrissjóðanna, sem daglega er óbeint verið að hrifsa af okkur með stórfelldum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Þessu verður að linna strax. Ég tel, að afnema verði skerðingarnar alveg, annaðhvort í einu eða tvennu lagi. Það gengur ekki lengur, að þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi vakni upp við það á lífeyrisaldri, að ríkið taki óbeint af lífeyrissparnaðinum stórar fúlgur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar